Veðurteppt listaverk 9. mars 2012 11:00 Þetta er eitt af verkum Antoni Tàpies sem sitja veðurteppt í Þórshöfn, en ættu að vera á leið upp á vegg á Kjarvalsstöðum. Mynd/Antoni Tàpies Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur bíður nú milli vonar og ótta eftir því hvort listaverk spænska listamannsins Antoni Tàpies komist til landsins. Til stendur að opna stóra yfirlitssýningu með verkum hans í vestursal Kjarvalsstaða 17. mars. Tàpies, sem er í hópi virtustu listamanna Spánar, lést 6. febrúar síðastliðinn, þá 88 ára að aldri. Verkin, sem voru á leið frá Kaupmannahöfn til Seyðisfjarðar með Norrænu, komust ekki lengra en til Færeyja. Um mikinn fjölda málverka er að ræða, sem spanna sjö áratuga feril Tàpies. Listaverkin áttu að koma til landsins frá Þórshöfn síðastliðinn þriðjudag. Norræna var hins vegar kyrrsett í Þórshöfn vegna vonskuveðurs á hafi úti og sneri aftur til Kaupmannahafnar í gær. „Það er auðvitað ekkert við Norrænu að sakast í þessum efnum," segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur. „Það eru bara veðurguðirnir sem við munum eiga eitthvað sökótt við, ef við þurfum að fresta sýningunni." Ef ekki verður siglt um næstu helgi hafa forsvarsmenn Tàpies-stofnunarinnar í Barcelona krafist þess að verkin verði flutt aftur til Spánar. Þá verður ekkert af sýningunni og ljóst að af því hlytist mikið tap. „Þetta yrði auðvitað mikið tjón fyrir safnið og styrktaraðila þess, en fyrst og fremst synd fyrir alla þá sem fá ekki að njóta verkanna," segir Soffía. Sýningin á verkum Tàpies er sú verðmætasta sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í að flytja til landsins og það hefur tekið hátt í tvö ár að undirbúa opnun hennar. Ef allt gengur að óskum og veðurguðirnir hlýða á bænir Soffíu og kollega hennar, koma verkin til landsins með næstu ferð Norrænu á þriðjudaginn. „Við krossum bara fingur og vonum að þetta gangi upp. Annars þurfum við að finna nýja sýningu og setja hana upp á nokkrum dögum. Það er vandamál sem við höfum sem betur fer aldrei staðið frammi fyrir áður." -hhs Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur bíður nú milli vonar og ótta eftir því hvort listaverk spænska listamannsins Antoni Tàpies komist til landsins. Til stendur að opna stóra yfirlitssýningu með verkum hans í vestursal Kjarvalsstaða 17. mars. Tàpies, sem er í hópi virtustu listamanna Spánar, lést 6. febrúar síðastliðinn, þá 88 ára að aldri. Verkin, sem voru á leið frá Kaupmannahöfn til Seyðisfjarðar með Norrænu, komust ekki lengra en til Færeyja. Um mikinn fjölda málverka er að ræða, sem spanna sjö áratuga feril Tàpies. Listaverkin áttu að koma til landsins frá Þórshöfn síðastliðinn þriðjudag. Norræna var hins vegar kyrrsett í Þórshöfn vegna vonskuveðurs á hafi úti og sneri aftur til Kaupmannahafnar í gær. „Það er auðvitað ekkert við Norrænu að sakast í þessum efnum," segir Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur. „Það eru bara veðurguðirnir sem við munum eiga eitthvað sökótt við, ef við þurfum að fresta sýningunni." Ef ekki verður siglt um næstu helgi hafa forsvarsmenn Tàpies-stofnunarinnar í Barcelona krafist þess að verkin verði flutt aftur til Spánar. Þá verður ekkert af sýningunni og ljóst að af því hlytist mikið tap. „Þetta yrði auðvitað mikið tjón fyrir safnið og styrktaraðila þess, en fyrst og fremst synd fyrir alla þá sem fá ekki að njóta verkanna," segir Soffía. Sýningin á verkum Tàpies er sú verðmætasta sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í að flytja til landsins og það hefur tekið hátt í tvö ár að undirbúa opnun hennar. Ef allt gengur að óskum og veðurguðirnir hlýða á bænir Soffíu og kollega hennar, koma verkin til landsins með næstu ferð Norrænu á þriðjudaginn. „Við krossum bara fingur og vonum að þetta gangi upp. Annars þurfum við að finna nýja sýningu og setja hana upp á nokkrum dögum. Það er vandamál sem við höfum sem betur fer aldrei staðið frammi fyrir áður." -hhs
Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira