Hljómsveitin Tilviljun? hefur verið starfandi síðan árið 2010. „Við spilum helst rokktónlist en þó í bland við reggí, fönk, blús og djass," segir Elías og bætir við að hljómsveitin vinni saman að öllu sínu efni og semji lögin í sameiningu.
Þrír bræður Elíasar spila í hljómsveitinni auk hans. Það eru þeir Aron á trommur, Markús á gítar og Birkir á píanó. Auk þeirra bræðra samanstendur hljómsveitin af Gylfa Braga Guðlaugssyni, bassaleikara og þeim Auði Sif Jónsdóttur, Önnu Bergljótu Böðvarsdóttur og Ingibjörgu Hrönn Jónsdóttur sem annast sönginn.
Hljómsveitin er nú að gefa út smáskífuna Vaktu, sem er með fimm frumsömdum lögum. Í tilefni útgáfunnar verða tónleikar nú í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
