Breyttu stefi eftir kvörtun frá útgáfu White Stripes 2. mars 2012 15:00 Meg White og Jack White. „Það er búið að skipta laginu út. Nýju auglýsingarnar eru með öðru lagi. Þetta var bara svona gítarriff,“ segir Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu sem sér um markaðsmál fyrir smálánafyrirtækið Hraðpeningar. Útgáfurisinn EMI hafði samband við Hraðpeninga fyrir tæpum mánuði og kvartaði undan auglýsingastefi fyrirtækisins. Stefið þykir afar líkt kafla úr laginu Seven Nation Army með hljómsveitinni White Stripes, sem kom út á plötunni Elephant og var eitt af vinsælustu lögum ársins 2003. Hörður segir stefið hafa verið keypt af tónlistarmanni hér á landi. „Þeir gerðu athugasemd, fannst þetta of líkt. Við sögðum þetta ekki of líkt. En við ætlum ekki að standa í einhverri lagadeilu út af stefi í útvarpsauglýsingu. Þannig að við skiptum því út, þar með er málið búið,“ segir hann. Spurður hvort Hraðpeningar hafi þurft að greiða bætur til EMI eða White Stripes segir Hörður svo ekki vera. Geturðu sagt mér hvaða listamaður seldi ykkur lagið? „Ég ætla ekki að blanda öðrum inn í þetta.“ En er verið að reyna að líkja eftir öðru frægu popplagi í nýju auglýsingunum? „Nei, það er bara svona gítarriff.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það er búið að skipta laginu út. Nýju auglýsingarnar eru með öðru lagi. Þetta var bara svona gítarriff,“ segir Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu sem sér um markaðsmál fyrir smálánafyrirtækið Hraðpeningar. Útgáfurisinn EMI hafði samband við Hraðpeninga fyrir tæpum mánuði og kvartaði undan auglýsingastefi fyrirtækisins. Stefið þykir afar líkt kafla úr laginu Seven Nation Army með hljómsveitinni White Stripes, sem kom út á plötunni Elephant og var eitt af vinsælustu lögum ársins 2003. Hörður segir stefið hafa verið keypt af tónlistarmanni hér á landi. „Þeir gerðu athugasemd, fannst þetta of líkt. Við sögðum þetta ekki of líkt. En við ætlum ekki að standa í einhverri lagadeilu út af stefi í útvarpsauglýsingu. Þannig að við skiptum því út, þar með er málið búið,“ segir hann. Spurður hvort Hraðpeningar hafi þurft að greiða bætur til EMI eða White Stripes segir Hörður svo ekki vera. Geturðu sagt mér hvaða listamaður seldi ykkur lagið? „Ég ætla ekki að blanda öðrum inn í þetta.“ En er verið að reyna að líkja eftir öðru frægu popplagi í nýju auglýsingunum? „Nei, það er bara svona gítarriff.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira