Dansa Shakespeare 1. mars 2012 11:00 Íslenska hreyfiþróunasamsteypan skoðar húmor í verkum Shakespeare í nýjasta verki sínu Úps! „Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við tökum heilu senurnar úr leikritum Shakespeare og dönsum þær," segir Ragnheiður Bjarnason einn flytenda dansverksins Úps!, sem ætlað er að fanga gamanleikrit leikritaskáldsins William Shakespeare. Verkið er síðasti hluti þríleiks Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar sem byggður er á verkum skáldsins. Úps! verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, og sýnt fram til sunnudagsins 11. mars. Í fyrsta verkinu var einblínt á harmleiki Shakespeare en í öðru verkinu konungasögurnar. Ragnheiður segir Úps! í raun rannsókn á því hvort að það sem þótti fyndið á dögum Shakespeare eigi erindi við nútímamanninn, öldum síðar. „Allt sem okkur finnst fyndið er mjög líkamlegt. Við tökum ákveðnar senur sem okkur finnst góðar eða fyndnar og reynum að skila þeim til áhorfenda. Samhliða er þetta því í raun rannsókn á því hvort að það sem virkaði fyrr á tímum eigi erindi við fólk í dag. Þá sjáum við hvort að við erum raunverulega að finna eitthvað nýtt upp eða hvort húmorinn gangi í hringi," segir Ragnheiður. Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 en hópinn skipa dansarar, danshöfundar og leiklistarfræðingar. Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér Víking Heiðar Kristjánsson sem leikstýrir verkinu, Hannes Óla Ágústsson leikara og Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira