Skemmtilegur kvíðasjúklingur Trausti Júlíusson skrifar 29. febrúar 2012 16:30 Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira