Skemmtilegur kvíðasjúklingur Trausti Júlíusson skrifar 29. febrúar 2012 16:30 Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Einfaldlega flókið. Hallgrímur Oddsson. Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Einfaldlega flókið er meðal annars gerð með aðstoð hljóðfæraleikara Fjallabræðra og kórstjórinn Halldór Gunnar Pálsson útsetur hana auk þess að spila á gítar. Einfaldlega flókið er þemaplata, sem að sögn höfundarins „hverfist um skuldbindingarfælinn kvíðasjúkling, ástir hans og örlög". Tónlistin er sambland af rokki, kántrí og þjóðlagatónlist. Útsetningarnar eru vel heppnaðar. Grunnurinn er traustur og svo setja aukahljóðfæri eins og fiðla og básúna skemmtilegan svip. Gítarleikurinn er oft flottur, t.d. í upphafslaginu 360 gráður og þjóðlagarokkaranum Hafðu mig hjá (hlusta má á lagið hér fyrir ofan) og orgelið kemur sömuleiðis mjög vel út. Þá er söngrödd Hallgríms líka eitt af sterkustu sérkennunum. Margar lagasmíðanna á Einfaldlega flókið eru ágætar, t.d. fjögur fyrstu lögin, en textarnir eru ekki síður skemmtilegir. Þeir eru vel skrifaðir, sem kemur ekki á óvart því Hallgrímur er verðlaunað leikritaskáld. Textarnir eru fullir af tilvistarkreppuhúmor og sögupersónan gerir óspart grín að sjálfri sér. Dæmi úr laginu Æðri máttur: „Freistingar stenst ég án verulegs voða/Og varla fell – nema það standi til boða/Tilgangur míns lífs er tilvistarkreppa/Er toppnum er náð, að engu er að keppa" … Á heildina litið er þetta flott frumsmíð. Niðurstaða: Fjallabróðir með fína sólóplötu.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning