Bandaríski rapparinn Dorian Stevens kemur fram á tónleikum sem haldnir verða 9. mars kl. 20 í kastala Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2. Þar stíga einnig á svið Sigurður Ingimar og hljómsveit og færeysku söngkonurnar Dorthea Dam og Guðríður Hansdóttir.
Stevens kemur frá bænum Aliquippa í Pennsylvaniu. Hann átti erfiða æsku en síðustu ár hefur hann einbeitt sér að rappinu. Hann hefur tekið upp hátt í tvö hundruð lög og hyggur á stóra hluti í tónlistarbransanum. Textarnir hans eru mestmegnis trúarlegir og fjalla ekki um glæpi eða annað í þeim dúr. Hann ætlar að dvelja hér á landi í eina viku og verður einnig í viðtali á Lindinni.
Trúarlegur rappari

Mest lesið



Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp







Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp