Listaverð á 95 oktana bensíni fór allt upp í 15 krónur í Ósló í Noregi í vikunni, sem jafngildir um 328 íslenskum krónum og hefur verðið aldrei verið hærra.
Í frétt á vefmiðlinum E24 segir að verðið hafi hækkað um tíu aura frá síðustu viku.
Þar segir jafnframt að útsöluverð gæti verið allt að krónu hærra í afskekktari byggðum landsins þar sem flutningskostnaður leggst ofan á verðið.
Opinberar álögur hafa einnig verið að hækka og tekur nú ríkið til sín um sjö krónur af hverjum seldum lítra.
- þj
