Makríll = sexí Erla Hlynsdóttir skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Við skulum byrja á að leggja línurnar. Mak-ríll er ekki færeyskt orð yfir samfarir. Makríll er ekki orð sem þú vilt heyra frá kvensjúkdómalækninum. Makríll er fiskur (orð sem þú vilt reyndar heldur ekki heyra frá kvensjúkdómalækninum), hollur og góður fiskur sem langar að kynnast þér. Tungutakið á fréttastofum er oft heldur sérstakt. Þannig telst fréttaefni sem áhorfendur og lesendur virðast hafa sérstakan áhuga á vera sexí. Kvótinn hefur hingað til ekki verið sexí. Ekki heldur fiskvinnsla. En nú er nýr fiskur kominn að ströndum landsins og hann er sexí. Nefnilega makríll. Líklega átt þú það sameiginlegt með flestum Íslendingum að vita mest lítið um makríl nema þá að yfir stendur „makríldeila." Þeir sem hafa ekki áttað sig á því hversu sexí makríllinn er vita þó ekki einu sinni um hvað þessi deila snýst. En þar sem ég ætla ekki að vera ábyrg fyrir því að þú sofnir ofan í morgunverðarskálina skulum við bara fara yfir í annað. Þorskur er dæmi um fisk sem þótti svo fínn að hann var allur seldur til útlanda. Íslendingar borðuðu síðan sjálfir ýsuna sem útlendingarnir fúlsuðu við. Makríll er líka það fínn að framan af var hann allur seldur út. Þar til nú í vetur þegar byrjað var að selja hann, frosinn, í matvöruverslunum á Íslandi. Líklega er ofsögum sagt að makríll sé orðinn sexí á Íslandi. En hann á eftir að verða það. Ég er alveg sannfærð. Lax hefur löngum verið talinn með hollustu fisktegundum vegna þess hversu ríkur hann er af omega-fitusýrum. Þessum sömu og við fáum með því að taka lýsi. Makríll inniheldur tvöfalt meira af omega-fitusýrum en lax og fullt fullt af D-vítamíni. Makríll er nánast allra meina bót. Fyrir utan að hann læknar ekki alnæmi og krabbamein og svartadauða og kvef. Fyrir utan allt það. Sexí! Vegna þess hversu sjaldséður makríll er á borðum okkar landsmanna má ætla að hér hafi aðeins veiðst örfá tonn á síðustu árum. Nei, nei. Í fyrra veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af makríl. Það er því af nógu að taka. Makríll er vinsæll reyktur, hann er hægt að nota í sushi, en mörgum finnst makríll einfaldlega bestur steiktur á pönnu með salti og pipar. * Ofanrituð hefur enga fjárhagslega, félagslega eða kynferðislega hagsmuni af aukinni markaðshlutdeild makríls á Íslandi ** Orðið „kynþokkafullur" var bara ekki nógu sexí fyrir þennan pistil Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Við skulum byrja á að leggja línurnar. Mak-ríll er ekki færeyskt orð yfir samfarir. Makríll er ekki orð sem þú vilt heyra frá kvensjúkdómalækninum. Makríll er fiskur (orð sem þú vilt reyndar heldur ekki heyra frá kvensjúkdómalækninum), hollur og góður fiskur sem langar að kynnast þér. Tungutakið á fréttastofum er oft heldur sérstakt. Þannig telst fréttaefni sem áhorfendur og lesendur virðast hafa sérstakan áhuga á vera sexí. Kvótinn hefur hingað til ekki verið sexí. Ekki heldur fiskvinnsla. En nú er nýr fiskur kominn að ströndum landsins og hann er sexí. Nefnilega makríll. Líklega átt þú það sameiginlegt með flestum Íslendingum að vita mest lítið um makríl nema þá að yfir stendur „makríldeila." Þeir sem hafa ekki áttað sig á því hversu sexí makríllinn er vita þó ekki einu sinni um hvað þessi deila snýst. En þar sem ég ætla ekki að vera ábyrg fyrir því að þú sofnir ofan í morgunverðarskálina skulum við bara fara yfir í annað. Þorskur er dæmi um fisk sem þótti svo fínn að hann var allur seldur til útlanda. Íslendingar borðuðu síðan sjálfir ýsuna sem útlendingarnir fúlsuðu við. Makríll er líka það fínn að framan af var hann allur seldur út. Þar til nú í vetur þegar byrjað var að selja hann, frosinn, í matvöruverslunum á Íslandi. Líklega er ofsögum sagt að makríll sé orðinn sexí á Íslandi. En hann á eftir að verða það. Ég er alveg sannfærð. Lax hefur löngum verið talinn með hollustu fisktegundum vegna þess hversu ríkur hann er af omega-fitusýrum. Þessum sömu og við fáum með því að taka lýsi. Makríll inniheldur tvöfalt meira af omega-fitusýrum en lax og fullt fullt af D-vítamíni. Makríll er nánast allra meina bót. Fyrir utan að hann læknar ekki alnæmi og krabbamein og svartadauða og kvef. Fyrir utan allt það. Sexí! Vegna þess hversu sjaldséður makríll er á borðum okkar landsmanna má ætla að hér hafi aðeins veiðst örfá tonn á síðustu árum. Nei, nei. Í fyrra veiddu Íslendingar um 150 þúsund tonn af makríl. Það er því af nógu að taka. Makríll er vinsæll reyktur, hann er hægt að nota í sushi, en mörgum finnst makríll einfaldlega bestur steiktur á pönnu með salti og pipar. * Ofanrituð hefur enga fjárhagslega, félagslega eða kynferðislega hagsmuni af aukinni markaðshlutdeild makríls á Íslandi ** Orðið „kynþokkafullur" var bara ekki nógu sexí fyrir þennan pistil
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun