Áróðursmeistari kærleikans Davíð Þór Jónsson skrifar 18. febrúar 2012 06:00 Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um það hvort trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar geri menn undanþegna landslögum um hatursáróður ef þeir geta fært rök fyrir því að mannhatrið sé trúarleg afstaða. Minna hefur verið rætt um það hvaða sálarmein valdi því að kristni sumra skuli brjótast út í hatursáróðri en ekki kærleiksáróðri. Jesús frá Nasaret var jú einhver mesti áróðursmeistari kærleikans sem uppi hefur verið: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig." Það er rétt að í Gamla testamentinu er kynlíf tveggja karlmanna sagt viðurstyggð (3M 18.22; 20.13). Á báðum þessum stöðum er líka tekið fram, nánast í næstu setningu á undan eða eftir, að fólk skuli ekki sofa hjá á meðan konan er á túr (18.19; 20.18). Af einhverjum ástæðum virðast þeir, sem mest er í nöp við hommaskap, alveg láta hjá líða að berjast með sama offorsi gegn því að fólk sé að gera dodo þegar Rósa frænka er í heimsókn – þótt Guð þeirra hafi alveg jafnmikla andstyggð á því. Þeir, sem byggja vilja hjónabandsskilning sinn á Gamla testamentinu, verða auk þess að samþykkja fjölkvæni (1Kron 3.1-9 o.fl.), kynlífsþrælkun og nauðungarstaðgöngumæðrun (1M 16.1-4) og að nauðgari geti komist hjá refsingu með því að kvænast fórnarlambi sínu og greiða föður þess skaðabætur (5M 22.28-29). Þeir, sem beita Gamla testamentinu fyrir sig í þessari umræðu, eru greinilega að velja það sem hentar fordómum þeirra úr safni fyrirmæla sem þeim dettur ekki í hug að taka önnur ákvæði úr alvarlega. Ég leyfi mér að fullyrða að erfitt sé að finna nokkra bók, sem verr er til þess fallin að byggja kristinn hjónabandsskilning á, en ritasafn Gamla testamentisins – alltjent ef lögbók hirðingjaþjóðar frá bronsöld er skilin bókstaflega og hvorki er reynt að lesa þetta ritasafn í samhengi ritunartíma síns og menningarsögulegs bakgrunns, innbyrðis samhengi sögunnar, sem þar er sögð, né að greina kjarnaboðskap hennar. Þeir, sem lesa Gamla testamentið með þessum hætti, mættu hafa hina kristilegu grundvallarafstöðu í huga: „Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd." (Lúk 6.37) En á hverju eigum við þá að byggja „kristinn" hjónabandsskilning? Þetta kann að hljóma langsótt en kannski væri óvitlaust að byggja hann á Kristi sjálfum: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars." (Jóh 13.35) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um það hvort trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar geri menn undanþegna landslögum um hatursáróður ef þeir geta fært rök fyrir því að mannhatrið sé trúarleg afstaða. Minna hefur verið rætt um það hvaða sálarmein valdi því að kristni sumra skuli brjótast út í hatursáróðri en ekki kærleiksáróðri. Jesús frá Nasaret var jú einhver mesti áróðursmeistari kærleikans sem uppi hefur verið: „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig." Það er rétt að í Gamla testamentinu er kynlíf tveggja karlmanna sagt viðurstyggð (3M 18.22; 20.13). Á báðum þessum stöðum er líka tekið fram, nánast í næstu setningu á undan eða eftir, að fólk skuli ekki sofa hjá á meðan konan er á túr (18.19; 20.18). Af einhverjum ástæðum virðast þeir, sem mest er í nöp við hommaskap, alveg láta hjá líða að berjast með sama offorsi gegn því að fólk sé að gera dodo þegar Rósa frænka er í heimsókn – þótt Guð þeirra hafi alveg jafnmikla andstyggð á því. Þeir, sem byggja vilja hjónabandsskilning sinn á Gamla testamentinu, verða auk þess að samþykkja fjölkvæni (1Kron 3.1-9 o.fl.), kynlífsþrælkun og nauðungarstaðgöngumæðrun (1M 16.1-4) og að nauðgari geti komist hjá refsingu með því að kvænast fórnarlambi sínu og greiða föður þess skaðabætur (5M 22.28-29). Þeir, sem beita Gamla testamentinu fyrir sig í þessari umræðu, eru greinilega að velja það sem hentar fordómum þeirra úr safni fyrirmæla sem þeim dettur ekki í hug að taka önnur ákvæði úr alvarlega. Ég leyfi mér að fullyrða að erfitt sé að finna nokkra bók, sem verr er til þess fallin að byggja kristinn hjónabandsskilning á, en ritasafn Gamla testamentisins – alltjent ef lögbók hirðingjaþjóðar frá bronsöld er skilin bókstaflega og hvorki er reynt að lesa þetta ritasafn í samhengi ritunartíma síns og menningarsögulegs bakgrunns, innbyrðis samhengi sögunnar, sem þar er sögð, né að greina kjarnaboðskap hennar. Þeir, sem lesa Gamla testamentið með þessum hætti, mættu hafa hina kristilegu grundvallarafstöðu í huga: „Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd." (Lúk 6.37) En á hverju eigum við þá að byggja „kristinn" hjónabandsskilning? Þetta kann að hljóma langsótt en kannski væri óvitlaust að byggja hann á Kristi sjálfum: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars." (Jóh 13.35)
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun