Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2012 07:30 Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira