Lífið

Steingrímur opnaði nýjan markað í Grimsby

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Fjöldi íslenskra gesta sótti nýverið heim opnun nýs og endurnýjaðs fiskmarkaðar í Grimsby. Íslenska fyrirtækið Atlantic Fresh mun hafa leitt þróun og skipulagsvinnu við endurnýjunina.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði markaðinn, sem er sagður gátt íslenskra sjávarafurða inn á Bretlandsmarkað. Meðal gesta annarra voru svo Magnús Kristinsson útgerðarmaður, Austin Mitchell, þingmaður Grimsby, Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, og Ian Whitting, sendiherra Bretlands á Íslandi, auk fjölda annarra gesta og fulltrúa fyrirtækja. -óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.