Fyrir börn og barnalega Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. febrúar 2012 11:30 Bíó. Hugo. Leikstjórn: Martin Scorsese. Leikarar: Asa Butterfield, Ben Kingsley, Chloë Grace Moretz, Sacha Baron Cohen, Ray Winstone, Jude Law, Christopher Lee, Helen McCrory, Michael Stuhlbarg, Emily Mortimer. Munaðarleysinginn Hugo Cabret býr á stórri lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Eftir að fyllibyttan frændi hans hverfur sporlaust tekur drengurinn ungi að sér hlutverk hans og viðheldur klukkum lestarstöðvarinnar og sér til þess að þær séu réttar. Hann þarf þó stöðugt að vera á varðbergi gagnvart leiðinlegum öryggisverði sem sendir flækingsbörn miskunnarlaust á munaðarleysingjahæli, hafi hann hendur í hári þeirra. En líf Hugo litla tekur breytingum þegar hann kynnist viðskotaillum eiganda leikfangaverslunar og ungri guðdóttur hans. Martin Scorsese hefur hingað til eingöngu sinnt fullorðnum kvikmyndahúsagestum og því er spennandi að sjá hann spreyta sig á hreinræktaðri ævintýramynd fyrir alla aldurshópa. Sennilega var líka komið að því að hann þyrfti að söðla um og prófa eitthvað nýtt, en hans seinasta verk, sálfræðitryllirinn Shutter Island, var óvandað og misheppnað. Í þetta sinn vandar hann til verka og útkoman er litrík og fjörug fjölskyldumynd sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. Asa Butterfield er þrælfínn í titilhlutverkinu og hvergi er veikan hlekk að finna í leikaraliðinu, þó að sumum kunni að finnast það furðulegt að allar þessar frönsku persónur tali ensku að hætti yfirstéttarfólks. Einnig langar mig að minnast sérstaklega á Sasha Baron Cohen, en hann fer á kostum í hlutverki leiðinlega öryggisvarðarins, og kitlar hláturtaugarnar ítrekað. Þá fær áhugafólk um kvikmyndasögu heilmikið fyrir sinn snúð, en Hugo er hlaðin vísunum í upphafsár kvikmyndanna. Myndatakan er sérlega glæsileg en þó eru nokkur skot í myndinni sem minna meira á tölvuleik en kvikmynd. Ef til vill geðjast einhverjum að slíku, en á mig virkaði það truflandi og algjör óþarfi. Þrátt fyrir það býr myndin yfir nægilegum töfrum til að úr verði gott ævintýri. Niðurstaða: Heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Hugo. Leikstjórn: Martin Scorsese. Leikarar: Asa Butterfield, Ben Kingsley, Chloë Grace Moretz, Sacha Baron Cohen, Ray Winstone, Jude Law, Christopher Lee, Helen McCrory, Michael Stuhlbarg, Emily Mortimer. Munaðarleysinginn Hugo Cabret býr á stórri lestarstöð í París á fjórða áratug síðustu aldar. Eftir að fyllibyttan frændi hans hverfur sporlaust tekur drengurinn ungi að sér hlutverk hans og viðheldur klukkum lestarstöðvarinnar og sér til þess að þær séu réttar. Hann þarf þó stöðugt að vera á varðbergi gagnvart leiðinlegum öryggisverði sem sendir flækingsbörn miskunnarlaust á munaðarleysingjahæli, hafi hann hendur í hári þeirra. En líf Hugo litla tekur breytingum þegar hann kynnist viðskotaillum eiganda leikfangaverslunar og ungri guðdóttur hans. Martin Scorsese hefur hingað til eingöngu sinnt fullorðnum kvikmyndahúsagestum og því er spennandi að sjá hann spreyta sig á hreinræktaðri ævintýramynd fyrir alla aldurshópa. Sennilega var líka komið að því að hann þyrfti að söðla um og prófa eitthvað nýtt, en hans seinasta verk, sálfræðitryllirinn Shutter Island, var óvandað og misheppnað. Í þetta sinn vandar hann til verka og útkoman er litrík og fjörug fjölskyldumynd sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. Asa Butterfield er þrælfínn í titilhlutverkinu og hvergi er veikan hlekk að finna í leikaraliðinu, þó að sumum kunni að finnast það furðulegt að allar þessar frönsku persónur tali ensku að hætti yfirstéttarfólks. Einnig langar mig að minnast sérstaklega á Sasha Baron Cohen, en hann fer á kostum í hlutverki leiðinlega öryggisvarðarins, og kitlar hláturtaugarnar ítrekað. Þá fær áhugafólk um kvikmyndasögu heilmikið fyrir sinn snúð, en Hugo er hlaðin vísunum í upphafsár kvikmyndanna. Myndatakan er sérlega glæsileg en þó eru nokkur skot í myndinni sem minna meira á tölvuleik en kvikmynd. Ef til vill geðjast einhverjum að slíku, en á mig virkaði það truflandi og algjör óþarfi. Þrátt fyrir það býr myndin yfir nægilegum töfrum til að úr verði gott ævintýri. Niðurstaða: Heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira