Góð sýning fyrir góð börn Elísabet Brekkan skrifar 13. febrúar 2012 19:00 „Það sem segja má að hafi verið mest heillandi er að sköpunarferlið verður allt til beint fyrir framan augun á börnunum,” segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Leiklist. Skrímslið litla systir mín. Sýnt í Norræna húsinu. Höfundur, flytjandi og myndlistarmaður: Helga Arnalds, tónlist: Eivör Pálsdóttir, leikstjóri og meðhöfundur: Charlotte Bøving. Í kjallara Norræna hússins er búið að koma fyrir litlu leikhúsi og þar á púðum og kollum koma áhorfendur sér vel fyrir til þess að kynnast dreng sem verður fyrir þeirri ógurlegu lífsreynslu að eignast systur sem í raun og veru er skrímsli. Margir þekkja þá erfiðu reynslu og hryllilegu daga þegar yngra systkin tekur yfir alla athygli foreldranna og stóra barnið sem búið er að lifa eins og eina sólin í tilveru foreldranna gleymist. Hér gefur að líta ævintýri sem gerist í leikmynd sem öll er úr hvítum þunnum pappír. Pappírinn lifnar við og verður að bráðskemmtilegum verum og hryllilegu skrímsli auk þess að úr honum er galdraður fram feiknarflottur kastali. Sýningin er ætluð þriggja til níu ára börnum og það er alveg öruggt að engum leiðist. Fimm ára samferðamaður minn linnti ekki látum þegar heim kom heldur vildi strax fara að teikna og með svörtum tússlit má segja að hann hafi endursagt alla söguna, tengdi saman örmjóu strikin sem urðu að pabbanum og mömmunni og hafði sérstaklega gaman af því að teikna skrímslið fast og svart eins og konan gerði í leikhúsinu. Það sem segja má að hafi verið mest heillandi er að sköpunarferlið verður allt til beint fyrir framan augun á börnunum, það er ekkert sem er óskiljanlegt né heldur flókið. Allt sem gerist geta þau í raun gert sjálf þegar heim kemur, það er að segja ef til eru nokkrir metrar af maskínupappír. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi sýning skilar sér inn í verkefnin á leikskólunum. Að sýningu lokinni í Norræna húsinu fá þau börn sem þess óska að taka þátt í smiðju þar sem þau geta fengið að búa til skrímsli eða dreka eða eitthvað annað sem fyrir kom í sýningunni. Tónar og tónlist sem hljóma eru úr tónsmiðju Eivarar Pálsdóttur. Helga Arnalds leikur konu sem er algerlega hvítklædd og með slaufur úr sams konar pappír og sá sem hún skapar úr. Hún er skiljanlega sögumaður um leið og hún fer með þann texta sem persónunum er ætlaður. Ljós og skuggar eru í jafn mikilvægu hlutverki og aðrir þættir verksins. Þegar slett er vatni á pappírinn sem hangir niður á sviðið og síðan beitt rauðleitri lýsingu í átt að áhorfendum og sögumaður tekur að skera niður glugga og dyr þannig að úr verður kastali, opnuðust allir litlu munnarnir og augun stóðu á stilkum. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei! Niðurstaða: Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist. Skrímslið litla systir mín. Sýnt í Norræna húsinu. Höfundur, flytjandi og myndlistarmaður: Helga Arnalds, tónlist: Eivör Pálsdóttir, leikstjóri og meðhöfundur: Charlotte Bøving. Í kjallara Norræna hússins er búið að koma fyrir litlu leikhúsi og þar á púðum og kollum koma áhorfendur sér vel fyrir til þess að kynnast dreng sem verður fyrir þeirri ógurlegu lífsreynslu að eignast systur sem í raun og veru er skrímsli. Margir þekkja þá erfiðu reynslu og hryllilegu daga þegar yngra systkin tekur yfir alla athygli foreldranna og stóra barnið sem búið er að lifa eins og eina sólin í tilveru foreldranna gleymist. Hér gefur að líta ævintýri sem gerist í leikmynd sem öll er úr hvítum þunnum pappír. Pappírinn lifnar við og verður að bráðskemmtilegum verum og hryllilegu skrímsli auk þess að úr honum er galdraður fram feiknarflottur kastali. Sýningin er ætluð þriggja til níu ára börnum og það er alveg öruggt að engum leiðist. Fimm ára samferðamaður minn linnti ekki látum þegar heim kom heldur vildi strax fara að teikna og með svörtum tússlit má segja að hann hafi endursagt alla söguna, tengdi saman örmjóu strikin sem urðu að pabbanum og mömmunni og hafði sérstaklega gaman af því að teikna skrímslið fast og svart eins og konan gerði í leikhúsinu. Það sem segja má að hafi verið mest heillandi er að sköpunarferlið verður allt til beint fyrir framan augun á börnunum, það er ekkert sem er óskiljanlegt né heldur flókið. Allt sem gerist geta þau í raun gert sjálf þegar heim kemur, það er að segja ef til eru nokkrir metrar af maskínupappír. Það verður fróðlegt að vita hvernig þessi sýning skilar sér inn í verkefnin á leikskólunum. Að sýningu lokinni í Norræna húsinu fá þau börn sem þess óska að taka þátt í smiðju þar sem þau geta fengið að búa til skrímsli eða dreka eða eitthvað annað sem fyrir kom í sýningunni. Tónar og tónlist sem hljóma eru úr tónsmiðju Eivarar Pálsdóttur. Helga Arnalds leikur konu sem er algerlega hvítklædd og með slaufur úr sams konar pappír og sá sem hún skapar úr. Hún er skiljanlega sögumaður um leið og hún fer með þann texta sem persónunum er ætlaður. Ljós og skuggar eru í jafn mikilvægu hlutverki og aðrir þættir verksins. Þegar slett er vatni á pappírinn sem hangir niður á sviðið og síðan beitt rauðleitri lýsingu í átt að áhorfendum og sögumaður tekur að skera niður glugga og dyr þannig að úr verður kastali, opnuðust allir litlu munnarnir og augun stóðu á stilkum. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei! Niðurstaða: Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira