Samstaða um gamlar hugmyndir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. febrúar 2012 06:00 Nýja stjórnmálaaflið Samstaða, undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns, gefur sig út fyrir að vera „ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoð heldur ný hugsun í stjórnmálum". Þetta virðist strax pínulítið vafasöm fullyrðing af því að leiðtogi flokksins stimplaði sig út úr Vinstri grænum meðal annars af því að þeir voru ekki nógu vinstrisinnaðir; vildu til dæmis ekki reka ríkissjóð með eins ríflegum halla og þingmaðurinn hefði kosið. Stefnuskrá nýja flokksins virðist heldur ekki rík af nýjum hugmyndum. Þar stendur vissulega margt fallegt og markmiðin eru göfug, en hugmyndirnar sjálfar virðast flestar notaðar – og klárlega ættaðar af vinstri væng stjórnmálanna, eins og hefðbundið er að skilgreina hann. Þannig vill Samstaða „öflugt norrænt velferðarkerfi sem tryggir almennan rétt til velferðarþjónustu án tekjutengingar". Lög og skattkerfi á að nota til að ná fram „jöfnuði, samstöðu og sameiginlegum velferðargrunni". Amazt er við því „tvöfalda heilbrigðiskerfi sem þróast hefur á Íslandi" og sagt að „hagnaðardrifin einkaframkvæmd" skuli ekki vera fyrsti kostur. Eitthvað er þetta nú kunnuglegt. Sama má segja um þau stefnumið að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu og setja skuli lög um lágmarkslaun. Á fjármálamarkaði vilja Lilja og félagar að sé „einn öflugur banki í eigu ríkisins" en fólk hafi val um sparisjóði til hliðar við hann. Samstaða vill veita ríkinu forkaupsrétt á landi, að eigendur og notendur lands greiði gjöld af land- og auðlindanotkun til hins opinbera, vill greiða flutningsjöfnunarstyrki af almannafé og að „á fákeppnismörkuðum ber[i] samvinnufélögum og hinu opinbera að hafa leiðandi hlutverk". Í sjávarútvegsmálum er flokkurinn fylgjandi fyrningarleiðinni; allur kvóti verði innkallaður og samningar gerðir um endurúthlutun. Í ríkisfjármálum vill Samstaða að ríkið grípi til þensluhvetjandi aðgerða með útgjaldahækkunum og skattalækkunum, sem stækka þá væntanlega fjárlagagatið myndarlega. Einna athyglisverðustu hugmyndirnar eru settar fram í lífeyrismálum; Samstaða vill að „hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar" og segir umbúðalaust að flokkurinn vilji gegnumstreymiskerfi, eins og það sem er að setja ríkissjóði margra Evrópulanda á hausinn, í stað sjóðssöfnunarkerfisins sem Íslendingar hafa byggt upp og eru öfundaðir af. Nýi flokkurinn vill svo vera utan ESB og er alveg á móti „landakaupum erlendra auðhringa og spákaupmennsku þeirra." Hér er ekki ráðrúm til að ræða hversu vitlausar eða skynsamlegar þessar hugmyndir eru. Þetta eru vissulega hugmyndir sem margt fólk hefur haft lengi. En þegar þær eru kynntar sem „ný hugsun í stjórnmálum" er siglt undir fölsku flaggi. Samstaða er gamaldags vinstriflokkur af þjóðernissinnuðu sortinni – svona svipaður og þessi sem flokksformaðurinn var í til skamms tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Nýja stjórnmálaaflið Samstaða, undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns, gefur sig út fyrir að vera „ekki vinstri, ekki hægri og ekki miðjumoð heldur ný hugsun í stjórnmálum". Þetta virðist strax pínulítið vafasöm fullyrðing af því að leiðtogi flokksins stimplaði sig út úr Vinstri grænum meðal annars af því að þeir voru ekki nógu vinstrisinnaðir; vildu til dæmis ekki reka ríkissjóð með eins ríflegum halla og þingmaðurinn hefði kosið. Stefnuskrá nýja flokksins virðist heldur ekki rík af nýjum hugmyndum. Þar stendur vissulega margt fallegt og markmiðin eru göfug, en hugmyndirnar sjálfar virðast flestar notaðar – og klárlega ættaðar af vinstri væng stjórnmálanna, eins og hefðbundið er að skilgreina hann. Þannig vill Samstaða „öflugt norrænt velferðarkerfi sem tryggir almennan rétt til velferðarþjónustu án tekjutengingar". Lög og skattkerfi á að nota til að ná fram „jöfnuði, samstöðu og sameiginlegum velferðargrunni". Amazt er við því „tvöfalda heilbrigðiskerfi sem þróast hefur á Íslandi" og sagt að „hagnaðardrifin einkaframkvæmd" skuli ekki vera fyrsti kostur. Eitthvað er þetta nú kunnuglegt. Sama má segja um þau stefnumið að orkufyrirtækin eigi að vera í samfélagslegri eigu og setja skuli lög um lágmarkslaun. Á fjármálamarkaði vilja Lilja og félagar að sé „einn öflugur banki í eigu ríkisins" en fólk hafi val um sparisjóði til hliðar við hann. Samstaða vill veita ríkinu forkaupsrétt á landi, að eigendur og notendur lands greiði gjöld af land- og auðlindanotkun til hins opinbera, vill greiða flutningsjöfnunarstyrki af almannafé og að „á fákeppnismörkuðum ber[i] samvinnufélögum og hinu opinbera að hafa leiðandi hlutverk". Í sjávarútvegsmálum er flokkurinn fylgjandi fyrningarleiðinni; allur kvóti verði innkallaður og samningar gerðir um endurúthlutun. Í ríkisfjármálum vill Samstaða að ríkið grípi til þensluhvetjandi aðgerða með útgjaldahækkunum og skattalækkunum, sem stækka þá væntanlega fjárlagagatið myndarlega. Einna athyglisverðustu hugmyndirnar eru settar fram í lífeyrismálum; Samstaða vill að „hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar" og segir umbúðalaust að flokkurinn vilji gegnumstreymiskerfi, eins og það sem er að setja ríkissjóði margra Evrópulanda á hausinn, í stað sjóðssöfnunarkerfisins sem Íslendingar hafa byggt upp og eru öfundaðir af. Nýi flokkurinn vill svo vera utan ESB og er alveg á móti „landakaupum erlendra auðhringa og spákaupmennsku þeirra." Hér er ekki ráðrúm til að ræða hversu vitlausar eða skynsamlegar þessar hugmyndir eru. Þetta eru vissulega hugmyndir sem margt fólk hefur haft lengi. En þegar þær eru kynntar sem „ný hugsun í stjórnmálum" er siglt undir fölsku flaggi. Samstaða er gamaldags vinstriflokkur af þjóðernissinnuðu sortinni – svona svipaður og þessi sem flokksformaðurinn var í til skamms tíma.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun