Færeysk náttúra, veðrið, fuglarnir og húmorinn 9. febrúar 2012 22:00 Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. Færeyska listakonan Mikkalína Norðberg býr til litskrúðug glerverk sem vekja gleði. Hún er á leið til Íslands um næstu helgi á Vetrarhátíð í höfuðborginni. „Í draumum mínum hef ég skapað litaglöð glerverk frá því ég var unglingur en í veruleikanum eru það bara fjögur ár, fjögur yndisleg og ævintýraleg ár. Glerið mitt hefur fengið góðar viðtökur frá fyrsta degi og það hefur gefið mér möguleika á að gera listsköpunina að fullu starfi og þróa bæði tækni og hugmyndir," segir hin færeyska Mikkalína Norðberg glerlistakona, sem er fædd og búsett í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við. Oftast fæ ég hugmynd að næsta verki áður en ég hef lokið því sem ég er með." Mikkalína hefur sýnt verk sína á Art Copenhagen í samvinnu við Listagluggann í Þórshöfn, á árlegri Ólafsvökusýningu í Listaskálanum í Þórshöfn og í Gallerí Uggerby í Lönstrup í Danmörku. „Ég tilheyri hópi fimm kjarnorkukvenna sem kalla sig Fimm feitar flugur og heldur árlega sölusýningu. Stór verk sel ég í verkstæðinu mínu í Þórshöfn og Gallerí Uggerby í Lönstrup, auk þess að taka við pöntunum gegnum heimasíðuna mikkalina.com en smærri hlutir fást í Norræna húsinu í Þórshöfn og flugstöðinni í Vogi."Mikkalína Norðberg.Mikkalína kemur í fyrsta sinn til Íslands nú um helgina í skemmtiferð með vinum sínum. „Faðir minn var sjómaður við Ísland og hrósaði landi og þjóð í hástert. Ég veit líka að mikið er að gerast á Íslandi í hönnun og listum og það eykur áhuga minn á að heimsækja landið, aka og ganga, kíkja, þefa, smakka, hreyfa við – og vonandi smitast af kraftinum sem þar er að finna. Við höfum lokkað með okkur nokkra vini frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að heimsækja hvert annað þá höfum við öll sett stefnuna á Ísland. Það skal verða gaman, hvernig sem veðrið verður. Ég elska allar árstíðir og Ísland er örugglega spennandi að vetri til fyrir manneskju eins og mig." gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Færeyska listakonan Mikkalína Norðberg býr til litskrúðug glerverk sem vekja gleði. Hún er á leið til Íslands um næstu helgi á Vetrarhátíð í höfuðborginni. „Í draumum mínum hef ég skapað litaglöð glerverk frá því ég var unglingur en í veruleikanum eru það bara fjögur ár, fjögur yndisleg og ævintýraleg ár. Glerið mitt hefur fengið góðar viðtökur frá fyrsta degi og það hefur gefið mér möguleika á að gera listsköpunina að fullu starfi og þróa bæði tækni og hugmyndir," segir hin færeyska Mikkalína Norðberg glerlistakona, sem er fædd og búsett í höfuðstað eyjanna, Þórshöfn. Hugmyndirnar kveðst Mikkalína fá úr hinni færeysku náttúru, veðrinu, fuglunum og glerinu sjálfu. „Allt sem gerist í kringum mig hefur áhrif og svo bæti ég húmor og litum við. Oftast fæ ég hugmynd að næsta verki áður en ég hef lokið því sem ég er með." Mikkalína hefur sýnt verk sína á Art Copenhagen í samvinnu við Listagluggann í Þórshöfn, á árlegri Ólafsvökusýningu í Listaskálanum í Þórshöfn og í Gallerí Uggerby í Lönstrup í Danmörku. „Ég tilheyri hópi fimm kjarnorkukvenna sem kalla sig Fimm feitar flugur og heldur árlega sölusýningu. Stór verk sel ég í verkstæðinu mínu í Þórshöfn og Gallerí Uggerby í Lönstrup, auk þess að taka við pöntunum gegnum heimasíðuna mikkalina.com en smærri hlutir fást í Norræna húsinu í Þórshöfn og flugstöðinni í Vogi."Mikkalína Norðberg.Mikkalína kemur í fyrsta sinn til Íslands nú um helgina í skemmtiferð með vinum sínum. „Faðir minn var sjómaður við Ísland og hrósaði landi og þjóð í hástert. Ég veit líka að mikið er að gerast á Íslandi í hönnun og listum og það eykur áhuga minn á að heimsækja landið, aka og ganga, kíkja, þefa, smakka, hreyfa við – og vonandi smitast af kraftinum sem þar er að finna. Við höfum lokkað með okkur nokkra vini frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að heimsækja hvert annað þá höfum við öll sett stefnuna á Ísland. Það skal verða gaman, hvernig sem veðrið verður. Ég elska allar árstíðir og Ísland er örugglega spennandi að vetri til fyrir manneskju eins og mig." gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira