Bandarísk fósturmóðir verður metsöluhöfundur 13. febrúar 2012 22:00 Vanessa Diffenbaugh. Fyrsta skáldsaga hennar, Táknmál blómanna, hefur selst til um 40 landa víðs vegar um heim. Mynd/úr einkasafni Skáldsagan Táknmál blómanna eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh hefur selst til yfir 40 landa víðs vegar um heiminn. Sagan þykir gefa raunsæja innsýn í oft og tíðum kaldranalegan veruleika fósturbarna í Bandaríkjunum. Skáldsagan Táknmál blómanna, eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh, segir örlagasögu Victoriu, sem elst upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún verður átján ára og þar með komin út úr kerfinu þarf hún að takast á við lífið, ein og án aðstoðar. Hún er illa búin undir það verkefni og rekur sig á ýmsar hindranir á leið sinni að því að verða heil. Sagan af Victoriu hefur verið gefin út í meira en 40 löndum frá því hún kom fyrst út í Þýskalandi í byrjun árs 2011. Það þykir ótrúlegur árangur, enda er bókin fyrsta skáldsaga höfundar. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Diffenbaugh í gærdag sat hún fyrir utan bókasafnið í Cambridge í Massachusetts og drakk morgunkaffið sitt. Á bókasafninu eyðir hún dögunum við skriftir, en önnur skáldsaga hennar er í smíðum. Hún er ekki lengi að samsinna því að síðustu mánuðir hafi verið ævintýralegur tími fyrir hana. „Þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók bjó ég í Sakramentó í Kaliforníu. Ég var heimavinnandi móðir, var með tvö fósturbörn og tvö lítil börn, og vann í skáldsögunni minni. Í dag eru fósturbörnin mín tvö farin í háskóla, yngri börnin mín tvö í leikskóla, og ég fæst við að ferðast um heiminn og skrifa. Það er óhætt að segja að líf mitt hafi breyst og þetta hefur verið mikið ævintýri." Táknmál blómanna var á metsölulista New York Times svo vikum skipti og var endurprentuð sjö sinnum í Bandaríkjunum. Þar vestanhafs er hún ekki enn komin út í kiljuformi og því má búast við að vegur hennar muni aukast enn í apríl, þegar kiljan kemur í verslanir. Bókin hefur komið út í mörgum Evrópulöndum og eins og er situr hún í 17. sæti á lista bresku útgáfu netverslunarinnar Amazon, yfir bestu titla ársins 2011. Sagan þykir sýna á óvenjulega raunsæjan hátt kaldranalegan veruleika fósturbarna. Vafalaust hefur það hjálpað til við að gefa sögunni líf að Diffenbaugh og eiginmaður hennar hafa sjálf tekið að sér fósturbörn og þekkja því aðstæður þeirra vel. Fleira úr bókinni tekur Victoria úr eigin lífi, en rétt eins og söguhetjan Victoria, er hún hugfangin af blómum. „Fyrir mörgum árum var ég í bókabúð og fann gamla myndskreytta orðabók blóma. Ég féll kylliflöt fyrir henni," segir hún. Hún gaf því söguhetjunni sinni, Victoriu, þann hæfileika að geta tjáð tilfinningar sínar og annarra með blómum. Móttökur bókarinnar komu Vanessu í opna skjöldu. „Ég var alltaf mjög bjartsýn á velgengni bókarinnar þó að þetta væri mín fyrsta skáldsaga. Ég er jákvæð að eðlisfari, mjög ákveðin og vön að leggja hart að mér. Svo það kom mér ekki á óvart að bókin skyldi seljast. En að hún myndi seljast í þessu magni sá ég aldrei fyrir mér." holmfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Skáldsagan Táknmál blómanna eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh hefur selst til yfir 40 landa víðs vegar um heiminn. Sagan þykir gefa raunsæja innsýn í oft og tíðum kaldranalegan veruleika fósturbarna í Bandaríkjunum. Skáldsagan Táknmál blómanna, eftir bandaríska rithöfundinn Vanessu Diffenbaugh, segir örlagasögu Victoriu, sem elst upp á flækingi milli fósturheimila og stofnana. Þegar hún verður átján ára og þar með komin út úr kerfinu þarf hún að takast á við lífið, ein og án aðstoðar. Hún er illa búin undir það verkefni og rekur sig á ýmsar hindranir á leið sinni að því að verða heil. Sagan af Victoriu hefur verið gefin út í meira en 40 löndum frá því hún kom fyrst út í Þýskalandi í byrjun árs 2011. Það þykir ótrúlegur árangur, enda er bókin fyrsta skáldsaga höfundar. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Diffenbaugh í gærdag sat hún fyrir utan bókasafnið í Cambridge í Massachusetts og drakk morgunkaffið sitt. Á bókasafninu eyðir hún dögunum við skriftir, en önnur skáldsaga hennar er í smíðum. Hún er ekki lengi að samsinna því að síðustu mánuðir hafi verið ævintýralegur tími fyrir hana. „Þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók bjó ég í Sakramentó í Kaliforníu. Ég var heimavinnandi móðir, var með tvö fósturbörn og tvö lítil börn, og vann í skáldsögunni minni. Í dag eru fósturbörnin mín tvö farin í háskóla, yngri börnin mín tvö í leikskóla, og ég fæst við að ferðast um heiminn og skrifa. Það er óhætt að segja að líf mitt hafi breyst og þetta hefur verið mikið ævintýri." Táknmál blómanna var á metsölulista New York Times svo vikum skipti og var endurprentuð sjö sinnum í Bandaríkjunum. Þar vestanhafs er hún ekki enn komin út í kiljuformi og því má búast við að vegur hennar muni aukast enn í apríl, þegar kiljan kemur í verslanir. Bókin hefur komið út í mörgum Evrópulöndum og eins og er situr hún í 17. sæti á lista bresku útgáfu netverslunarinnar Amazon, yfir bestu titla ársins 2011. Sagan þykir sýna á óvenjulega raunsæjan hátt kaldranalegan veruleika fósturbarna. Vafalaust hefur það hjálpað til við að gefa sögunni líf að Diffenbaugh og eiginmaður hennar hafa sjálf tekið að sér fósturbörn og þekkja því aðstæður þeirra vel. Fleira úr bókinni tekur Victoria úr eigin lífi, en rétt eins og söguhetjan Victoria, er hún hugfangin af blómum. „Fyrir mörgum árum var ég í bókabúð og fann gamla myndskreytta orðabók blóma. Ég féll kylliflöt fyrir henni," segir hún. Hún gaf því söguhetjunni sinni, Victoriu, þann hæfileika að geta tjáð tilfinningar sínar og annarra með blómum. Móttökur bókarinnar komu Vanessu í opna skjöldu. „Ég var alltaf mjög bjartsýn á velgengni bókarinnar þó að þetta væri mín fyrsta skáldsaga. Ég er jákvæð að eðlisfari, mjög ákveðin og vön að leggja hart að mér. Svo það kom mér ekki á óvart að bókin skyldi seljast. En að hún myndi seljast í þessu magni sá ég aldrei fyrir mér." holmfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira