Velgengni Baltasars Kormáks vestanhafs hefur varla farið framhjá neinum og ljóst að leikstjórinn getur nú valið úr verkefnum í Hollywood.
Sökum þess hefur Baltasar fengið sig lausan frá Þjóðleikhúsinu en hann átti að leikstýra verkinu Afmælisveislan eftir Harold Pinter. Baltasar fékk Guðjón Pedersen í sinn stað og verður verkið, sem skartar Ingvari E. Sigurðssyni í aðalhlutverki, frumsýnt í lok apríl. -áp

