Lífið

Anna Hildur til NOMEX

Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir,fyrrverandi framkvæmdastjóri Útflutningsstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, hefur störf í dag sem verkefnastjóri hjá NOMEX, Útflutningsstofu norrænnar tónlistar.

Anna Hildur mun hafa úr einhverjum peningum að moða því Norræna ráðherranefndin lagði tvær milljónir danskra króna í NOMEX eða rúmar fjörutíu milljónir króna. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að þessi vistaskipti hennar væru á döfinni, enda hefur Sigtryggur Baldursson þegar verið ráðinn sem eftirmaður hennar hjá ÚTÓN og hefur hann einnig störf í dag.

Anna Hildur verður með bækistöðvar sínar í London þar sem hún hefur búið undanfarin tuttugu ár en verður á faraldsfæti um öll Norðurlöndin næstu mánuði í tengslum við nýja starfið. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.