Skeggleysi bara tískubóla 28. janúar 2012 13:00 Skegg og gaman Stjúri hefur lengi predikað fyrir skeggvexti og segir skeggleysi vera tískubólu sem er við það að springa.fréttablaðið/pjetur Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu." Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu."
Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira