Vara forseta við að skrifa undir 25. janúar 2012 00:30 Lögunum mótmælt Lögin voru samþykkt með atkvæðum 127 þingmanna gegn 86. Alls sátu 24 hjá. fréttablaðið/ap Tyrkir vöruðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í gær við því að skrifa undir lög sem gera það glæpsamlegt að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum fyrir tæpri öld. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin á mánudagskvöld. Tyrkir segjast munu grípa til ótilgreindra refsiaðgerða gegn Frakklandi ef lögin taka gildi. Þeir hafa þegar slitið hernaðarlegum, efnahagslegum og pólitískum tengslum við Frakka, og sjá ásakanir um þjóðarmorð sem árás á þjóðarheiður sinn. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir lagafrumvarpið sýna kynþáttafordóma og mismunun gagnvart Tyrklandi. Flokkur Sarkozys greiddi atkvæði með frumvarpinu og því er fastlega búist við því að hann skrifi undir. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það sé kosningabrella og Sarkozy vilji fá Armena í Frakklandi til að kjósa sig. Ein og hálf milljón Armena lést í þjóðarmorðunum árið 1915, en sagnfræðingar telja flestir að þetta hafi verið fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar. Tyrkir segja hins vegar að ekki hafi verið um skipulögð morð að ræða á þessum tíma, þegar Ottómanveldið var að líða undir lok. - þeb Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Tyrkir vöruðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í gær við því að skrifa undir lög sem gera það glæpsamlegt að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum fyrir tæpri öld. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin á mánudagskvöld. Tyrkir segjast munu grípa til ótilgreindra refsiaðgerða gegn Frakklandi ef lögin taka gildi. Þeir hafa þegar slitið hernaðarlegum, efnahagslegum og pólitískum tengslum við Frakka, og sjá ásakanir um þjóðarmorð sem árás á þjóðarheiður sinn. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segir lagafrumvarpið sýna kynþáttafordóma og mismunun gagnvart Tyrklandi. Flokkur Sarkozys greiddi atkvæði með frumvarpinu og því er fastlega búist við því að hann skrifi undir. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að það sé kosningabrella og Sarkozy vilji fá Armena í Frakklandi til að kjósa sig. Ein og hálf milljón Armena lést í þjóðarmorðunum árið 1915, en sagnfræðingar telja flestir að þetta hafi verið fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar. Tyrkir segja hins vegar að ekki hafi verið um skipulögð morð að ræða á þessum tíma, þegar Ottómanveldið var að líða undir lok. - þeb
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira