Góðir straumar frá Toscana Trausti Júlíusson skrifar 23. janúar 2012 17:00 Synopsis með Stero & Pulse er fersk og nærandi plata en ekki byltingarkennd. Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis. Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis.
Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira