Retro Stefson til Ameríku 20. janúar 2012 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Ausin Texas. „Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp
Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira