Nýtt lag frá Naglbítunum eftir nær áratugs þögn 18. janúar 2012 09:15 Þeir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir ásamt Benedikt Brynjólfssyni í 200.000 Naglbítar eru glaðir að vera komnir aftur í stúdíó saman. Fréttablaðið/stefán „Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira