Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision 17. janúar 2012 20:00 Pétur Örn byrjaði að safna skeggi fyrir söngleikinn hárið síðasta sumar. Mynd/Stefán „Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Aðspurður segist Pétur hafa byrjað að safna síðasta sumar fyrir söngleikinn Hárið. Þegar tveggja vikna hlé var gert á sýningunum ákvað hann að halda áfram að safna og enn hélt skeggvöxturinn áfram þegar hann fékk lítið hlutverk í bandarísku sjónvarpsþáttunum Game Of Thrones sem voru teknir upp hér á landi. „Ég mátti ekki raka mig eða klippa í nokkra mánuði og það óx og óx á meðan. Svo kláraði ég það og nú er skeggið bara komið með persónuleika og kennitölu," segir Pétur Örn léttur. „Ég hef ekki tímt að láta það fara. Það er eins og hluti af fjölskyldunni," segir hann. Tryggð hans við skeggið er skiljanleg því það hefur bæði tryggt honum hlutverk í söngleik og sjónvarpsþætti. „Kannski ég geti fengið mér að minnsta kosti eitt djobb í viðbót, látið það aðeins vinna fyrir kaupinu sínu." Inntur eftir því hvernig hann haldi skegginu við segir Pétur Örn að það fái sömu ást og alúð og hárið á sér. „Það var reyndar snyrt örlítið í hliðunum fyrir Eurovision, sem var fyrsta snyrtingin í átta mánuði. Það var kominn tími á það." Hann bætir við að skeggið hafi nýst honum vel sem hlýr og ódýr trefill í frosthörkunum, þar á meðal við tökurnar á Game Of Thrones, en býst alveg eins við því að það verði klippt þegar nær dregur sumri. „Ég er á leiðinni vestur um haf í heimsókn til vinar míns í Kanada. Ég ætla svo að fara á vesturströnd Bandaríkjanna. Það er hlýtt þar og ég er svo heitfengur, þannig að ég veit ekki hvort ég þoli það." Hvað segja stelpurnar um þessi ósköp? „Ein ástæðan fyrir því að ég veigra mér við því að láta þetta fara er að ég er búinn að fá hrós frá kvenþjóðinni; að þetta fari mér vel og sé flott. Maður verður að hlusta á það sem stelpurnar segja manni að gera." freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira