Atvinnulífið áfram hlynnt upptöku evru 16. janúar 2012 06:00 Carsten Dybvad segir að tenging dönsku krónunnar við evruna hafi reynzt vel og engin áform séu uppi um að afnema hana. Mynd/Dansk Industri Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira