Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu 2. janúar 2012 14:00 Miklar líkur eru á því að næsta mynd Tom Cruise, Horizon, verði tekin hér upp en þegar er byrjað að panta hótel fyrir tökuliðið og stórstjörnuna. „Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira