Útkomu tónverksins Flétta eftir Hauk Tómasson var fagnað á heimili hans í vikunni, en verkið er komið út á diski og mynddiski. Verkið var frumflutt í Hallgrímskirkju á Listahátíð 2011 og hlaut afar lofsamlega dóma. Flytjendur eru Schola cantorum, Mótettukór Hallgrímskirkju og Kammersveit Reykjavíkur en stjórnandi er Hörður Áskelsson. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá hvað stemningin var góð.