Alonso valinn bestur af liðstjórum Birgir Þór Harðarson skrifar 17. desember 2012 12:00 Alonso tapaði heimsmeistaratitlinum með þremur stigum en var valinn bestur af liðstjórum í Formúlu 1. nordicphots/afp Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27 Formúla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27
Formúla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira