De Villota fær að fara heim af spítalanum - ekki fyrir viðkvæma Birgir Þór Harðarson skrifar 3. desember 2012 20:45 Eftir og fyrir. Maria de Villota er heppin að vera á lífi. nordicphotos/afp Spænska ökufreyjan Maria de Villota sem lenti í hryllilegu slysi í júlí í ár fékk að fara heim af spítalanum á dögunum eftir að hafa gengist undir enn eina aðgerðina í lok nóvember. De Villota var tilraunaökumaður Marussia-liðsins. Hún var að reynsluaka keppnisbíl Marussia-liðsins þegar hún lenti í hryllilegu slysi, sem hefðu getað kostað líf hennar ef ekki hefði verið fyrir snarræði lækna. Hún missti stjórn á bílnum og ók á vörubretti flutningabíls og slasaðist mjög mikið á höfði, með þeim afleiðingum að hún missti hægra augað. De Villota þarf að fara í eina aðgerð til viðbótar þegar hún hefur jafnað sig á síðustu aðgerð. Hún hélt blaðamannafund í október þar sem hún sagðist hafa áhuga á því að snúa aftur í mótorsport ef hún fengi til þess leyfi. Annars vill hún berjast fyrir auknu öryggi í þessari hættulegu íþrótt. Á sama blaðamannafundi sagði hún frá því að hún hefði misst allt lyktar- og bragðskyn auk þess að hún sé með stöðugan höfuðverk. De Villota birti svo sjokkerandi teikningu af meiðslum sínum og mölvaðri höfuðkúpunni.Teikningin af höfuðkúpu de Villota eftir slysið.Slysstaðurinn þar sem de Villota ók á vörubrettið. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spænska ökufreyjan Maria de Villota sem lenti í hryllilegu slysi í júlí í ár fékk að fara heim af spítalanum á dögunum eftir að hafa gengist undir enn eina aðgerðina í lok nóvember. De Villota var tilraunaökumaður Marussia-liðsins. Hún var að reynsluaka keppnisbíl Marussia-liðsins þegar hún lenti í hryllilegu slysi, sem hefðu getað kostað líf hennar ef ekki hefði verið fyrir snarræði lækna. Hún missti stjórn á bílnum og ók á vörubretti flutningabíls og slasaðist mjög mikið á höfði, með þeim afleiðingum að hún missti hægra augað. De Villota þarf að fara í eina aðgerð til viðbótar þegar hún hefur jafnað sig á síðustu aðgerð. Hún hélt blaðamannafund í október þar sem hún sagðist hafa áhuga á því að snúa aftur í mótorsport ef hún fengi til þess leyfi. Annars vill hún berjast fyrir auknu öryggi í þessari hættulegu íþrótt. Á sama blaðamannafundi sagði hún frá því að hún hefði misst allt lyktar- og bragðskyn auk þess að hún sé með stöðugan höfuðverk. De Villota birti svo sjokkerandi teikningu af meiðslum sínum og mölvaðri höfuðkúpunni.Teikningin af höfuðkúpu de Villota eftir slysið.Slysstaðurinn þar sem de Villota ók á vörubrettið.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira