Fótbolti

Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

Benítez sagði á blaðamannafundi fyrir leikinn að Chelsea bæri virðingu fyrir danska liðinu.

„Ég mun vara mína leikmenn við því að liðið sem við mætum hefur engu að tapa. Það er engin pressa á þeim og þeir geta spilað góðan fótbolta. Við þurfum hafa stjórn á leiknum," sagði Benítez m.a. Leikur Chelsea og Nordsjælland verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins kl. 19.00 með þætti Þorsteins J. þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson verða sérfræðingar þáttarins.

Dagskrá kvöldsins:

19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD

19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD

19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4

19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3

21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×