Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:15 Þessir eru af öllum líkindum á leið til Tyrklands. nordicphotos/afp Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00