Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur 6. desember 2012 13:30 Þessi hjón eru aldeilis hugguleg en myndina af þeim má finna í bókinni. Margir fara í jólapeysu á þessum tíma árs og flestir eru sammála um að þær séu ljótar, enda eru það yfirleitt mestu húmoristarnir sem klæðast þeim. Hver man ekki eftir Mark Darcy í jólapeysunni sinni í myndinni Dagbók Bridget Jones? Margir ráku upp hlátur þegar sú sena birtist á hvíta tjaldinu. Nýlega kom út bókin Rock Your Ugly Christmas Sweater í Bandaríkjunum en hún skartar 200 myndum af fólki og gæludýrum í ljótum jólapeysum, vestum, kjólum og hverju öðru því sem fylgir jólum. Höfundarnir, Anne Marie Blackman og Brian Clark Howard, hafa mikinn áhuga á öllu því fyndna sem tilheyrir jólum. Anne Marie hefur haldið úti vefsíðu um þetta áhugamál sem yfir tvær milljónir manna heimsóttu um síðustu jól. Myndirnar í bókinni hafa borist höfundunum alls staðar frá í heiminum. Með hverri mynd hefur verið skrifaður skondinn texti. Fólkið á myndunum fagnar einnig ýmsum öðruvísi hátíðum svo sem hanukkah, kwanzaa og jafnvel festivus sem hingað til hefur einungis verið til í Seinfeld-þáttunum eða þeir halda upp á jólin í júlí. Sumir klæðast fötum skreyttum með jólaljósum eða jólatónlist. Fjölmargir halda sérstakt ljótu jólapeysupartí sem fram fara á börum, veitingahúsum, skrifstofum, kirkjum eða heimilum. Sumir ganga svo langt að verðlauna ljótustu peysuna á slíkum uppákomum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í fagnaðinum og hefur gaman af. Brian segir að margir njóti sín vel í ljótu jólapeysunni sinni og noti hana ár eftir ár í desember. "Þetta fólk er afslappað gagnvart því hvað öðrum finnst. Peysurnar eru bara flottari eftir því sem þær eru ljótari." Þeim sem hafa áhuga á ljótum jólapeysum er bent á að fara inn á vefinn RockYourUglyChristmasSweater.com, þar sem hægt er að skoða myndir. Bókina er hægt að kaupa á Amazon. Bókin um ljótu jólapeysurnar sem kom út í nóvember og hefur vakið mikla athygli.Börnin eru ekki útundan þegar kemur að jólapeysum.Einhverjum finnst þetta flott, flestum samt ekki.Starfsmenn í morgunþættinum Morning Live á sjónvarpsstöðinni CTV í Kanada mættu í þáttinn í ljótu peysunum sínum.Konungur ljótu jólapeysunnar. Mark Darcy (Colin Firth) í hreindýrapeysunni sem vakti gríðarlega athygli í Dagbók Bridget Jones. Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin
Margir fara í jólapeysu á þessum tíma árs og flestir eru sammála um að þær séu ljótar, enda eru það yfirleitt mestu húmoristarnir sem klæðast þeim. Hver man ekki eftir Mark Darcy í jólapeysunni sinni í myndinni Dagbók Bridget Jones? Margir ráku upp hlátur þegar sú sena birtist á hvíta tjaldinu. Nýlega kom út bókin Rock Your Ugly Christmas Sweater í Bandaríkjunum en hún skartar 200 myndum af fólki og gæludýrum í ljótum jólapeysum, vestum, kjólum og hverju öðru því sem fylgir jólum. Höfundarnir, Anne Marie Blackman og Brian Clark Howard, hafa mikinn áhuga á öllu því fyndna sem tilheyrir jólum. Anne Marie hefur haldið úti vefsíðu um þetta áhugamál sem yfir tvær milljónir manna heimsóttu um síðustu jól. Myndirnar í bókinni hafa borist höfundunum alls staðar frá í heiminum. Með hverri mynd hefur verið skrifaður skondinn texti. Fólkið á myndunum fagnar einnig ýmsum öðruvísi hátíðum svo sem hanukkah, kwanzaa og jafnvel festivus sem hingað til hefur einungis verið til í Seinfeld-þáttunum eða þeir halda upp á jólin í júlí. Sumir klæðast fötum skreyttum með jólaljósum eða jólatónlist. Fjölmargir halda sérstakt ljótu jólapeysupartí sem fram fara á börum, veitingahúsum, skrifstofum, kirkjum eða heimilum. Sumir ganga svo langt að verðlauna ljótustu peysuna á slíkum uppákomum. Fólk á öllum aldri tekur þátt í fagnaðinum og hefur gaman af. Brian segir að margir njóti sín vel í ljótu jólapeysunni sinni og noti hana ár eftir ár í desember. "Þetta fólk er afslappað gagnvart því hvað öðrum finnst. Peysurnar eru bara flottari eftir því sem þær eru ljótari." Þeim sem hafa áhuga á ljótum jólapeysum er bent á að fara inn á vefinn RockYourUglyChristmasSweater.com, þar sem hægt er að skoða myndir. Bókina er hægt að kaupa á Amazon. Bókin um ljótu jólapeysurnar sem kom út í nóvember og hefur vakið mikla athygli.Börnin eru ekki útundan þegar kemur að jólapeysum.Einhverjum finnst þetta flott, flestum samt ekki.Starfsmenn í morgunþættinum Morning Live á sjónvarpsstöðinni CTV í Kanada mættu í þáttinn í ljótu peysunum sínum.Konungur ljótu jólapeysunnar. Mark Darcy (Colin Firth) í hreindýrapeysunni sem vakti gríðarlega athygli í Dagbók Bridget Jones.
Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin