Meistaradeildin: Hvað er um að vera á sportstöðvunum? 20. nóvember 2012 11:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Hjörtur Hjartarson. Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að stórlið Barcelona mætir Spartak á útivelli í Moskvu í Rússlandi. Sex félög geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þegar næstsíðasta umferðin fer fram í riðlum E til H en það þarf þó mikið að gerast til að sum liðanna komist áfram. Þorsteinn J fer að venju yfir það sem hæst ber í upphitunarþætti sem hefst kl. 19 og öllum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 21.45. Reynir Leósson og Heimir Guðjónsson verða með Þorsteini J í þættinum í kvöld. 16:55 Spartak Moskva – Barcelona | Sport 2 | HD 19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Valencia - Bayern Munchen | Sport 4 | 19:30 Galatasaray - Man. Utd. | Sport 3 | 19:30 Juventus – Chelsea | Sport 2 | HD 21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörk | Sport 2 | HD Manchester United er eina liðið úr riðlum kvöldsins sem er þegar komið áfram upp úr sínum riðli. Fjögur lið geta treyst á sig sjálf í kvöld og komist áfram með sigri en það eru Barcelona, Celtic, Shakhtar Donetsk og Chelsea. Evrópumeistarar Chelsea mega ekki misstíga sig í Torinó þar sem liðið heimsækir Juventus. Chelsea hefur verið í ströggli heima fyrir og tapaði fyrir West Brom um helgina. „Af einhverjum ókunnum ástæðum þá virðist nóvember vera slæmur mánuður fyrir Chelsea," sagði stjórinn Roberto Di Matteo á blaðamannfundi fyrir leikinn. „Ástandið er ekki gott," viðurkenndi Brasilíumaðurinn David Luiz þegar hann var spurður um ósætti innan Chelsea-liðsins eftir tapið á laugardag. Chelsea er með eins stigs forskot á Juventus og tryggir sig því áfram með sigri. Tap flækir málin ekki síst ef Shakhtar Donetsk vinnur sinn leik á móti Nordsjælland. Chelsea þarf þá að vinna sinn leik á móti Dönunum í lokaumferðinni og treysta jafnframt á að Juve fá ekki stig á móti úkraínska liðinu. Barcelona tryggir sig áfram með útisigri á Spartak Moskvu og Celtic nægir stig á móti Benfica til að komast áfram upp úr sama riðli. Valencia og Bayern München geta líka bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum þegar þau mætast á Spáni í kvöld en aðeins ef BATE Borisov tapar stigum á móti Lille.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira