Hjaltalín kemur aðdáendum í opna skjöldu 21. nóvember 2012 10:46 Þriðja breiðskífa Hjaltalín, Enter 4, fer í forsölu á Tonlist.is og á heimasíðu sveitarinnar á morgun. Á sama tíma kemur nýtt myndband sveitarinnar til sýninga hér á Vísi.Fregnir af plötunni koma aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu. Hjaltalín hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu misseri. Meðlimirnir sjö hafa verið uppteknir við ýmislegt; nám, flugkennslu, kvikmyndir og önnur tónlistartengd verkefni. Þeir hafa hist reglulega til að skapa tónlist og í haust var sarpurinn orðinn það stór að ekkert annað var í stöðunni en að klára heila plötu sem nú hefur fengið nafnið Enter 4.Nýja platan fetar í stór fótspor. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út fyrir þremur árum, ef undan er skilin Alpanon, sem innihélt tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Terminal hlaut einróma lof hér heima og erlendis, seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi og var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum. Hjaltalín var líka valin einn af nýliðum ársins 2010 af Clash Magazine.Útgáfutónleikar Enter 4 verða 21. desember í Gamla Bíói í Reykjavík og 22. desember á Græna hattinum á Akureyri. Í kvöld heldur hljómsveitin hlustunarteiti á KEX. Þar verður myndband eftir bandaríska leikstjórann Yoonha Park við opnunarlag plötunnar, Lucifer/He Felt Like a Woman einnig frumsýnt. Myndbandið verður tekið til sýninga hér á Vísi á morgun.Á KEX verður einnig opnuð ljósmyndasýning á verkum sem gerð voru fyrir umslag plötunnar. Yfirumsjón með upptökum hafði Sveinn Helgi Halldórsson, úr hljómsveitunum Ælu og Jan Mayen, en hann hefur lengi starfað sem hljóðmaður Hjaltalín. Platan var tekin upp í Samkomuhúsinu í Garði, sumarbústað við Hellisheiði, Sundlauginni, Langholtskirkju, Stúdíó Sýrlandi og víðar.Hljóðblöndun og eftirvinnsla var í höndum Arons Þórs Arnarssonar og hljómjöfnun í höndum Alan Douches í West West Side Music. Sigurður Oddsson hannaði umslagið, en hann hannaði jafnframt umslagið fyrir fyrstu plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Sena gefur út.Enter 4 fer í forsölu hjá Tónlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, hjaltalinmusic.com, á morgun. Hún fer síðan í almenna dreifingu í verslanir um land allt í lok næstu viku.Hér fyrir ofan má hlusta á lagið We af nýju plötunni. Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þriðja breiðskífa Hjaltalín, Enter 4, fer í forsölu á Tonlist.is og á heimasíðu sveitarinnar á morgun. Á sama tíma kemur nýtt myndband sveitarinnar til sýninga hér á Vísi.Fregnir af plötunni koma aðdáendum sveitarinnar í opna skjöldu. Hjaltalín hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu misseri. Meðlimirnir sjö hafa verið uppteknir við ýmislegt; nám, flugkennslu, kvikmyndir og önnur tónlistartengd verkefni. Þeir hafa hist reglulega til að skapa tónlist og í haust var sarpurinn orðinn það stór að ekkert annað var í stöðunni en að klára heila plötu sem nú hefur fengið nafnið Enter 4.Nýja platan fetar í stór fótspor. Síðasta plata Hjaltalín, Terminal, kom út fyrir þremur árum, ef undan er skilin Alpanon, sem innihélt tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Terminal hlaut einróma lof hér heima og erlendis, seldist í tíu þúsund eintökum á Íslandi og var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum. Hjaltalín var líka valin einn af nýliðum ársins 2010 af Clash Magazine.Útgáfutónleikar Enter 4 verða 21. desember í Gamla Bíói í Reykjavík og 22. desember á Græna hattinum á Akureyri. Í kvöld heldur hljómsveitin hlustunarteiti á KEX. Þar verður myndband eftir bandaríska leikstjórann Yoonha Park við opnunarlag plötunnar, Lucifer/He Felt Like a Woman einnig frumsýnt. Myndbandið verður tekið til sýninga hér á Vísi á morgun.Á KEX verður einnig opnuð ljósmyndasýning á verkum sem gerð voru fyrir umslag plötunnar. Yfirumsjón með upptökum hafði Sveinn Helgi Halldórsson, úr hljómsveitunum Ælu og Jan Mayen, en hann hefur lengi starfað sem hljóðmaður Hjaltalín. Platan var tekin upp í Samkomuhúsinu í Garði, sumarbústað við Hellisheiði, Sundlauginni, Langholtskirkju, Stúdíó Sýrlandi og víðar.Hljóðblöndun og eftirvinnsla var í höndum Arons Þórs Arnarssonar og hljómjöfnun í höndum Alan Douches í West West Side Music. Sigurður Oddsson hannaði umslagið, en hann hannaði jafnframt umslagið fyrir fyrstu plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons. Sena gefur út.Enter 4 fer í forsölu hjá Tónlist.is og á heimasíðu Hjaltalín, hjaltalinmusic.com, á morgun. Hún fer síðan í almenna dreifingu í verslanir um land allt í lok næstu viku.Hér fyrir ofan má hlusta á lagið We af nýju plötunni.
Tónlist Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira