Það var kalt í Moskvu í gær þegar Barcelona spilaði gegn Spartak í Meistaradeildinni. Þeir sem fengu það hlutskipti að sitja á bekknum hjá Barcelona gerðu allt hvað þeir gátu til þess að halda á sér hita.
Þeir settu á sig húfur, vettlinga og loks teppi. Nema harðjaxlinn Carles Pyol.
Hann var sá eini á bekk Barca sem þurti ekki á teppinu að halda og hann var heldur ekkert að fá sér húfu. Enda er eflaust hlýtt undir þykka hárinu hans.

