Fótbolti

Mancini: Ég óttast það ekki að vera rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini
Roberto Mancini Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki áhyggjur af starfinu sínu þrátt fyrir að annað árið í röð hafi liðinu mistekist að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. City þurfti að vinna Real Madrid á heimavelli í gær til að halda lífi í voninni um að komast áfram en náði aðeins 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera manni fleiri í tuttugu mínútur.

„Ég óttast það ekki að vera rekinn. Ef við höldum það virkilega að við getum unnið Meistaradeildina eftir aðeins tvö ár í keppninni þá erum við geðveikir," sagði Roberto Mancini.

„Horfið bara á Chelsea. Þeir reyndu að vinna Meistaradeildina í tíu ár og tókst ekki að vinna hana þegar þeir voru upp á sitt besta. Þeir unnu hana hinsvegar í fyrra þegar enginn bjóst við því að þeir myndu vinna," sagði Mancini.

„Meistaradeildin er skrítin keppni og erfið. Við verðum að hafa mikla ástríðu fyrir henni og við verðum að bæta okkur sem lið og koma veg fyrir að byrja riðlakeppnina alltof svona illa. Við verðum að vinna vinn tvö fyrstu leiki okkar í riðlinum," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×