Hamilton á ráspól en Alonso í basli Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 17:12 Lewis Hamilton ræsir fremstur í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun. Það var hins vegar Lewis Hamilton á McLaren-bíl sem ók hraðast. Hann mun því ræsa fremstur í sínum síðasta kappakstri fyrir McLaren. Liðsfélagi hans Jenson Button fer annar af stað í kappaksturinn. Bæði Alonso og Vettel þurftu að láta í minnipokan gagnvart liðsfélögum sínum í tímatökunum. Mark Webber á Red Bull ræsir þriðji á undan Vettel ræsir fjórði. Felipe Massa náði svo fimmta besta tíma á undan Alonso. Þetta er aðeins í annað sinn á árinu sem Massa stendur sig betur en liðsfélagi sinn í tímatökum. "Ekkert gerðist. Ég var ánægður með hringinn," sagði Alonso spurður hvað hefði gerst í tímatökunum. "Kannski getur rigningin hjálpað. En ég held að við verðum að leggja okkur alla fram til að gera þetta sem skemmtilegast í kappakstrinum á morgun." "Við vorum hissa á því hversu illa gekk hjá Vettel," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir tímatökuna. "Yfirleitt kemur hann manni á óvart með því að rústa besta tímanum okkar. Núna kom hann á óvart á hinn veginn." Pastor Maldonado á Williams ræsir sjötti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Alonso á því erfitt verkefni fyrir höndum. Maldonado gæti reyndar fengið refsingu því hann hlýddi ekki kalli dómara um að koma bílnum í vigtun. Níundi er Kimi Raikkönen á Lotus og tíundi Nico Rosberg á Mercedes. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, komst ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og ræsir átjándi. Hann lenti í samstuði við Pedro de la Rosa á HRT og bíllinn skemmdist of mikið. Útlit er fyrir að kappaksturinn á morgun verði gríðarlega skemmtilegur. Veðurfræðingar í Brasilíu spá rigningu um það leiti sem kappaksturinn stendur yfir. Veðrið á því eftir að gera titilslaginn enn skemmtilegri. Brasilíski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15:40.Rásröðin í kappakstrinum á morgun Nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'12.458-2Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'12.5130.0553Mark WebberRed Bull/Renault1'12.5810.1234Sebastian VettelRed Bull/Renault1'12.7600.3025Felipe MassaFerrari1'12.9870.5296Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'13.1740.7167Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'13.2060.7488Fernando AlonsoFerrari1'13.2530.7959Kimi RäikkönenLotus/Renault1'13.2980.8410Nico RosbergMercedes1'13.4891.03111Paul Di RestaForce India/Mercedes1'14.1211.66312Bruno SennaWilliams/Renault1'14.2191.76113Sergio PérezSauber/Ferrari1'14.2341.77614M.SchumacherMercedes1'14.3341.87615Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'14.3801.92216Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'14.5742.11617Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'14.6192.16118Romain GrosjeanLotus/Renault1'16.9674.50919Vitaly PetrovCaterham/Renault1'17.0734.61520H.KovalainenCaterham/Renault1'17.0864.62821Timo GlockMarussia/Cosworth1'17.5085.0522Charles PicMarussia/Cosworth1'18.1045.64623N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'19.5767.11824Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'19.6997.241 Formúla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun. Það var hins vegar Lewis Hamilton á McLaren-bíl sem ók hraðast. Hann mun því ræsa fremstur í sínum síðasta kappakstri fyrir McLaren. Liðsfélagi hans Jenson Button fer annar af stað í kappaksturinn. Bæði Alonso og Vettel þurftu að láta í minnipokan gagnvart liðsfélögum sínum í tímatökunum. Mark Webber á Red Bull ræsir þriðji á undan Vettel ræsir fjórði. Felipe Massa náði svo fimmta besta tíma á undan Alonso. Þetta er aðeins í annað sinn á árinu sem Massa stendur sig betur en liðsfélagi sinn í tímatökum. "Ekkert gerðist. Ég var ánægður með hringinn," sagði Alonso spurður hvað hefði gerst í tímatökunum. "Kannski getur rigningin hjálpað. En ég held að við verðum að leggja okkur alla fram til að gera þetta sem skemmtilegast í kappakstrinum á morgun." "Við vorum hissa á því hversu illa gekk hjá Vettel," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren, eftir tímatökuna. "Yfirleitt kemur hann manni á óvart með því að rústa besta tímanum okkar. Núna kom hann á óvart á hinn veginn." Pastor Maldonado á Williams ræsir sjötti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Alonso á því erfitt verkefni fyrir höndum. Maldonado gæti reyndar fengið refsingu því hann hlýddi ekki kalli dómara um að koma bílnum í vigtun. Níundi er Kimi Raikkönen á Lotus og tíundi Nico Rosberg á Mercedes. Liðsfélagi Raikkönen, Romain Grosjean, komst ekki upp úr fyrstu lotu tímatökunnar og ræsir átjándi. Hann lenti í samstuði við Pedro de la Rosa á HRT og bíllinn skemmdist of mikið. Útlit er fyrir að kappaksturinn á morgun verði gríðarlega skemmtilegur. Veðurfræðingar í Brasilíu spá rigningu um það leiti sem kappaksturinn stendur yfir. Veðrið á því eftir að gera titilslaginn enn skemmtilegri. Brasilíski kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 15:40.Rásröðin í kappakstrinum á morgun Nr.ÖkuþórBíll / VélTímiBil1Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'12.458-2Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'12.5130.0553Mark WebberRed Bull/Renault1'12.5810.1234Sebastian VettelRed Bull/Renault1'12.7600.3025Felipe MassaFerrari1'12.9870.5296Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'13.1740.7167Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'13.2060.7488Fernando AlonsoFerrari1'13.2530.7959Kimi RäikkönenLotus/Renault1'13.2980.8410Nico RosbergMercedes1'13.4891.03111Paul Di RestaForce India/Mercedes1'14.1211.66312Bruno SennaWilliams/Renault1'14.2191.76113Sergio PérezSauber/Ferrari1'14.2341.77614M.SchumacherMercedes1'14.3341.87615Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'14.3801.92216Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'14.5742.11617Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'14.6192.16118Romain GrosjeanLotus/Renault1'16.9674.50919Vitaly PetrovCaterham/Renault1'17.0734.61520H.KovalainenCaterham/Renault1'17.0864.62821Timo GlockMarussia/Cosworth1'17.5085.0522Charles PicMarussia/Cosworth1'18.1045.64623N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'19.5767.11824Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'19.6997.241
Formúla Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira