Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 20:56 Maldonado er síbrotamaður í Formúlu 1. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira