Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 25. nóvember 2012 17:49 Sebastian Vettel er heimsmeistari í Formúlu 1. nordicphotos/afp Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki. Alonso lauk mótinu í öðru sæti en það dugði ekki til þess að komast fram fyrir Vettel í heimsmeistarakeppninni. Þar sem Vettel kláraði mótið í sjötta sæti þá þurfti Alonso að vinna. Jenson Button, á McLaren-bíl, var hins vegar í fyrsta sæti. Kappaksturinn í Brasilíu var stórkostlegur. Hann byrjaði á því að Vettel náði lélegu starti og féll aftur á bak meðal hægari bíla. Vettel ók svo inn í hliðina á Bruno Senna á Williams. Red Bull-bíllinn var skemmdur eftir áreksturinn. Vettel féll niður í neðsta sæti eftir áreksturinn og þurfti að berjast fyrir lífi sínu þegar Alonso var skyndilega kominn í þriðja sætið. Rigning setti strik í reikninginn fyrir alla en Vettel náði að nýta sér aðstæðurnar.Alonso fangaði vel og var sáttur með sitt.nordicphots/afpAlonso ók frábærlega og lauk mótinu í öðru sæti á undan liðsfélaga sínum og heimamanninum Felipe Massa. Þó var það Nico Hulkenberg sem stal senunni í upphafi og átti hana mestan part keppninnar því hann komst fram úr báðum McLaren-bílunum og í fyrsta sætið eftir fyrstu viðgerðarhléin. "Þetta er íþrótt og þegar þú gerir eitthvað af þínu öllu hjarta þá getur maður ekki verið annað en stoltur af árangrinum," sagði Alonso í lok móts. "Ég er stoltur af öllu Ferrari-liðinu." Hulkenberg leiddi keppnina framan af en varð að láta í minnipokann fyrir Lewis Hamilton um mitt mótið. Hamilton leiddi þá keppnina en Hulkenberg ók inn í hliðina á honum þegar hann ætlaði að taka framúr, með þeim afleiðingum að Hamilton varð að hætta keppni. Jenson Button vann fyrsta mót ársins og það síðasta fyrir McLaren og mun leiða liðið á næsta ári því Lewis Hamilton hefur ráðið sig til Mercedes fyrir næsta ár. Fjórði varð Mark Webber á Red Bull-bíl en Hulkenberg fimmti. Michael Schumacher hleypti Vettel fram úr sér undir lok mótsins og endaði sjöundi. Þá komu Jean-Eric Vergne, Kamui Kobayashi og Kimi Raikkönen yfir marklínuna til að taka síðustu stigin. Kimi Raikkönen hefur verið ótrúlegur í ár. Einhverjir hafa kallað hann stigaryksugu því hann hefur klárað hvert einasta mót í sumar. Ekki nóg með það þá lauk hann öllum keppnishringjum ársins nema einum: Þeim síðasta í kappakstrinum í brasilíu. Formúla 1 fer nú í langþráð vetrarfrí en snýr aftur í mars þegar keppt verður í Ástralíu. Vísir.is heldur áfram að fylgjast með Formúlunni þangað til.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira