Viðskipti erlent

Náðu samkomulagi um næstu greiðslur til Grikkja

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins náðu loksins samkomulagi í nótt um næstu greiðslur á neyðarlánum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins til Grikklands.

Fundurinn stóð í eina 10 tíma en í lokin var ákveðið að Grikkir fengju næstu greiðslu af neyðarláninu þann 13. desember n.k. en í heild munu þeir fá 44 milljarða evra.  Þessi fyrsta greiðsla er þó ekki án skilyrða sem að mestu felast í umbótum á skattakerfi Grikklands.

Jafnframt var ákveðið að skera niður skuldir Grikklands um 40 milljarða evra. Áformað er að erlendar skuldir Grikklands verði komnar niður í 124% af landsframleiðslu árið 2020.

Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands var ánægður með niðurstöðuna og segir að bjartari framtíð sé framundan fyrir þjóð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×