Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi Birgir Þór Harðarson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Hamilton (til vinstri) og Button. Nordicphotos/Getty Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1. Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira