23 þúsund manns sjá Frostrósir, Jólagesti Björgvins og Baggalút 29. nóvember 2012 10:53 Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“ Jólafréttir Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“
Jólafréttir Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira