Ætla að rífa þakið af Hofi 12. nóvember 2012 20:06 Jón Svavar Jósefsson bass-barítónsöngvari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari. Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög.Þau hafa starfað saman um árabil og eru af mörgum talin eitt heitasta tvíeyki landsins af þessu tagi.Í Menningarhúsinu á Hofi flytja þau dagskrá með vitfirrtum íslenskum sönglögum. Fyrir nokkrum árum héldu þau tónleikaröð með drauga- og hestalögum. Þau hafa þróað efnisvalið frekar, jafnvel náð botninum, að eigin sögn, og ætla sér að rífa þakið af húsinu.Yrkisefnin eru draugar, dauði, drykkja, vonleysi, vitfirring og volæði. Magnþrungin tregaljóð og sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs, Jón Ásgeirsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Davíð Stefánsson og fleiri sem lifna við í flutningi þeirra.Tónleikarnir fara fram í Hofi á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Nánari upplýsingar og miða er að finna hér á heimasíðu Hofs. Tónlist Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög.Þau hafa starfað saman um árabil og eru af mörgum talin eitt heitasta tvíeyki landsins af þessu tagi.Í Menningarhúsinu á Hofi flytja þau dagskrá með vitfirrtum íslenskum sönglögum. Fyrir nokkrum árum héldu þau tónleikaröð með drauga- og hestalögum. Þau hafa þróað efnisvalið frekar, jafnvel náð botninum, að eigin sögn, og ætla sér að rífa þakið af húsinu.Yrkisefnin eru draugar, dauði, drykkja, vonleysi, vitfirring og volæði. Magnþrungin tregaljóð og sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs, Jón Ásgeirsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Davíð Stefánsson og fleiri sem lifna við í flutningi þeirra.Tónleikarnir fara fram í Hofi á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Nánari upplýsingar og miða er að finna hér á heimasíðu Hofs.
Tónlist Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira