Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 14:23 Hamilton, Webber og Vettel ræsa fremstir á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar. Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar.
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira