Alonso minnkaði forskot Vettels í tíu stig Birgir Þór Harðarson skrifar 4. nóvember 2012 15:09 Kimi Raikkönen vann sinn fyrsta sigur síðan í Belgíu árið 2009. nordicphotos/afp Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen vann kappaksturinn í Abu Dhabi í dag. Þetta er fyrsti sigur Raikkönen síðan hann snéri aftur í Formúlu 1 í ár. Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu en endaði þriðji. Fernando Alonso minnkaði forskot Vettels í stigakeppni ökuþóra úr 13 stigum í eitt. Alonso lauk mótinu í öðru sæti og er búinn að gera síðustu tvö mót tímabilsins frábær fyrirfram. Lewis Hamilton leiddi mótið af ráspól til að byrja með en varð að hætta keppni vegna vélarbilunar. Kimi erfði fyrsta sætið og hélt því til enda. Kimi ók frábærlega í kappakstrinum og var orðinn svolítið pirraður á liðsfélögum sínum sem minntu hann á mikilvæga hluti. "Ég veit hvað ég er að gera," var svarið frá Kimi. Jenson Button ók McLaren bílnum í fjórða sæti í Abu Dhabi. Þeir Vettel háðu einvígi um þriðja sætið, sem Vettel stal svo undir lok mótsins. Sjö ökumenn náðu ekki að klára mótið. Nico Rosberg ók Mercedes-bíl sínum yfir HRT-bíl Narain Karthikeyan svo öryggisbílinn varð að koma út á brautina. Mark Webber ók svo utan í Romain Grosjean svo báðir urðu að hætta keppni. Fimmti varð Pastor Maldonado á Williams. Hann blandaði sér í toppbaráttuna til að byrja með en náði ekki að halda í við stóru strákana. Kamui Kobayashi á Sauber varð sjötti, Felipe Massa varð sjöundi og Bruno Senna áttundi. Næst verður keppt í Texas í Bandaríkjunum eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen vann kappaksturinn í Abu Dhabi í dag. Þetta er fyrsti sigur Raikkönen síðan hann snéri aftur í Formúlu 1 í ár. Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu en endaði þriðji. Fernando Alonso minnkaði forskot Vettels í stigakeppni ökuþóra úr 13 stigum í eitt. Alonso lauk mótinu í öðru sæti og er búinn að gera síðustu tvö mót tímabilsins frábær fyrirfram. Lewis Hamilton leiddi mótið af ráspól til að byrja með en varð að hætta keppni vegna vélarbilunar. Kimi erfði fyrsta sætið og hélt því til enda. Kimi ók frábærlega í kappakstrinum og var orðinn svolítið pirraður á liðsfélögum sínum sem minntu hann á mikilvæga hluti. "Ég veit hvað ég er að gera," var svarið frá Kimi. Jenson Button ók McLaren bílnum í fjórða sæti í Abu Dhabi. Þeir Vettel háðu einvígi um þriðja sætið, sem Vettel stal svo undir lok mótsins. Sjö ökumenn náðu ekki að klára mótið. Nico Rosberg ók Mercedes-bíl sínum yfir HRT-bíl Narain Karthikeyan svo öryggisbílinn varð að koma út á brautina. Mark Webber ók svo utan í Romain Grosjean svo báðir urðu að hætta keppni. Fimmti varð Pastor Maldonado á Williams. Hann blandaði sér í toppbaráttuna til að byrja með en náði ekki að halda í við stóru strákana. Kamui Kobayashi á Sauber varð sjötti, Felipe Massa varð sjöundi og Bruno Senna áttundi. Næst verður keppt í Texas í Bandaríkjunum eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira