Listamaðurinn og tískuhönnuðurinn Mundi Vondi er þessa dagana að hanna umslagið fyrir nýjustu plötu Hjálma sem þeir gera með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor.
Platan er væntanleg í febrúar á næsta ári. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að Mundi hefði teiknað mynd fyrir kynningarplakat kvikmyndarinnar Falsks fugls og er hann því greinilega eftirsóttur um þessar mundir.

