Viðskipti erlent

Efnahagstjónið vegna Sandy nemur 6.400 milljörðum

Efnahagstjónið af völdum ofsaveðursins Sandy nemur um 50 milljörðum dollara eða um 6.400 milljörðum króna. Þar af er tjónið í New York borg einni saman metinn á 33 milljarða dollara.

Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Andrew Cuomo ríkisstjóra New York í gærkvöldi. Meðal þess sem Sandy eyðilagði voru um 250.000 nýir og notaðir bílar og flutningabílar sem senda verður í brotajárn. Af þessum bílum voru 16.000 nýir bílar sem stóðu á hafnarbakkanum þegar Sandy reið yfir New York.

Cuomo segir að tjónið gæti orðið meira en 50 milljarðar dollara þegar öll kurl eru komin til grafar eftir Sandy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×