Uppblásin ímynd á reki 9. nóvember 2012 12:00 Listakonurnar hafa unnið saman um árbil. fréttablaðið/anton Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Myndlistarsýningin Rek verður opnuð í Listasafni Íslands í dag. Sýningin er samstarfsverkefni þeirra Önnu Hallin og Olgu Bergman. Sýningin Rek eftir þær Önnu Hallin og Olgu Bergman samanstendur af stuttmynd og innsetningu og byggir á litlu ævintýri um vindsæng í líki Íslands, sem rekur á fjörur nokkurra Evrópulanda. Innblástur sækja listakonurnar mestmegnis til náttúrunnar og jarðsögunnar, þar sem landrekskenning Wegeners kemur við sögu. Okkur langaði að vinna með líkan af Íslandi, sem er þessi vindsæng, því lögun landsins er óvenjulega mikilvæg í ímyndarsköpun og sjálfsmynd okkar á Íslandi, segir Olga. "Það birtist meðal annars í tíðri notkun á lögun landsins í hönnun og lógóum svo dæmi sé tekið. En við erum líka að velta fyrir okkur afstæði tímans og setjum þess vegna tímarammann í samhengi við jarðsöguna. Það er sagt að jarðflekana reki um tvo sentímetra á ári, sem er álíka hratt og neglur okkar vaxa. Lönd og landamæri verða þannig afstæð í jarðsögulegum skilningi og líka sjálfsmynd þjóða; jafnvel staðsetning heilu landanna verður afstæð í þessu samhengi. Við erum að leika okkur að þessu og pælingum um ímynd. Miðpunktur sýningarinnar er myndskeið af vindsænginni þar sem hana rekur á milli staða og viðtöl við jarðfræðing og heimspekinga, sem ræða annars vegar um hringrás í jarðsögunni og hins vegar um staðsetningu og ímynd; hvernig fólk staðsetur sig jafnan á einhvers konar korti, hvort heldur er landfræðilegu eða félagslegu, og í afstöðu við annað fólk. "Vindsængin, sem er táknmynd fyrir Ísland, verður eins og persóna og speglar hvernig sjálfsmynd okkar er á floti og breytist eftir því í hvaða aðstæðum maður er, segir Olga. Þær Anna voru í vinnustofudvöl í Finnlandi þegar hugmyndin um vindsængina kom upp. Þar komust þær að því að það var engin leið að láta útbúa hana í Evrópu. "Við þurftum á endanum að láta gera hana í Kína, eftir okkar teikningum og þannig tengist þetta ferli beint pólitískri umræðu sem hefur verið ofarlega á baugi hér á landi. Olga og Anna hafa unnið saman um árabil, sýndu meðal annars í Kling og Bang í fyrra, auk þess að hafa unnið með öðrum listamönnum og arkitektum. Olga segir þó nokkurn mun á því að vinna einsamall og með öðrum við listsköpun. "Maður kemur meiru í verk þegar maður vinnur með öðrum og skoðar hugmyndir frá fleiri hliðum en maður hefði kannski annars gert. Á hinn bóginn fær maður ekki að ráða jafn miklu sjálfur, svo þetta hefur sína kosti og sína galla. En þetta er góð tilbreyting frá einyrkjastarfinu og það er gott að hafa einhvern til að geta kastað hugmyndum á milli. Sýningin Rek verður opnuð í sal 2 í Listasafni Íslands klukkan 20 í kvöld og stendur til 31. desember.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira