Enduruppspretta Ayn Rand 30. október 2012 10:43 Sló í gegn með Uppsprettunni árið 1943 en stórvirki hennar, Undirstaðan, kom út 1956. Rand var umdeildur höfundur en frjálshyggjumenn tóku skáldskap hennar og hugmyndafræði opnum örmum. Nordicphotos/getty Undirstaðan, eða Atlas Shrugged eins og hún heitir á frummálinu, eftir rússnesk-bandaríska rithöfundinn Ayn Rand kom út á vegum Almenna bókafélagsins fyrir helgi. Undirstaðan, sem kom út árið 1956, er jafnan álitið helsta stórvirki Rand enda bókin engin smásmíði 1.146 blaðsíður í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er hugmyndafræðilegt framhald Uppsprettunnar (e. The Fountainhead) sem Ayn Rand sló í gegn með árið 1943 (og kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar í fyrra). Fyrsta skáldsaga Rand, We the Living, kom út 1934 en birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu undir heitinu Kíra Argúnova árið 1949. Hún kemur út á vegum Almenna bókafélagsins á næsta ári og hefur Frosti Logason útvarpsmaður búið hana til prentunar, en hann skrifað BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um Rand og stjórnmálaheimspeki hennar. Frosti komst fyrst í kynni við verk Rand í stjórnmálafræðinámi sínu. "Það var af persónulegum áhuga sem ég fór að grufla í verkum hennar," segir hann. "Ég er trúleysingi og fékk áhuga á þeim þætti í fræðum hennar og heillaðist af áherslunni sem hún leggur á frelsi og ekki síður ábyrgð einstaklingsins; að hann geti ekki sett örlög sín í hendur einhvers almættis eða yfirvalda heldur verður að axla ábyrgð á þeim sjálfur. Í framhaldinu fór ég að kynna mér verk hennar betur og það var afar fátt sem mér hugnaðist ekki, hún talaði mjög sterkt til mín." Hugmyndafræði og heimspekikenningar Rand hafa verið mikið gagnrýndar í gegnum tíðina og sumir vilja meina að með hruni fjármálakerfisins 2008 hafi hugmyndir hennar og frjálshyggjunnar hreinlega gengið sér til húðar. Því er Frosti ósammála og telur hann boðskap Rand eiga brýnt erindi nú. "Ef hér hefði ríkt frjálshyggja í anda Ayn Rand hefðu bankar þurft að bera ábyrgð á aðgerðum sínum og þar af leiðandi ekki farið jafn óvarlega og þeir gerðu. Að skattgreiðendur og seðlabankar hafi þurft að axla tjónið á tapi einkabanka er í hrópandi ósamræmi við hugmyndafræði Rand og hún hefði aldrei fallist á það. Að þessu leyti held ég að boðskapur hennar eigi brýnt erindi." Ayn Rand fæddist í Rússlandi 1905 en fluttist til Bandaríkjanna 1926 og gerðist farsæll handritahöfundur í Hollywood, þar til hún sló í gegn með skáldsögunni Uppsprettunni árið 1943. Hornsteinninn í verkum Rand er heimspekikerfi hennar, hluthyggjan, sem gengur út á að einstaklingurinn sé mikilvægasta grunneining samfélagsins og æðsta skylda hans sé að vinna að rökréttum hagsmunum sínum. Leiðin að þessum markmiðum væri í gegnum frjálsan markaðsbúskap með lágmarksríkisafskiptum. Rand var stækur andstæðingur heildarhyggju, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, og taldi það ávísun á sníkjulífi. Hugmyndafræði Rand og verk hennar voru umdeild en hún hefur átt upp á pallborðið hjá frjálshyggjumönnum sem hafa tekið skáldskap hennar opnum örmum og bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka. Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Undirstaðan, eða Atlas Shrugged eins og hún heitir á frummálinu, eftir rússnesk-bandaríska rithöfundinn Ayn Rand kom út á vegum Almenna bókafélagsins fyrir helgi. Undirstaðan, sem kom út árið 1956, er jafnan álitið helsta stórvirki Rand enda bókin engin smásmíði 1.146 blaðsíður í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er hugmyndafræðilegt framhald Uppsprettunnar (e. The Fountainhead) sem Ayn Rand sló í gegn með árið 1943 (og kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar í fyrra). Fyrsta skáldsaga Rand, We the Living, kom út 1934 en birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu undir heitinu Kíra Argúnova árið 1949. Hún kemur út á vegum Almenna bókafélagsins á næsta ári og hefur Frosti Logason útvarpsmaður búið hana til prentunar, en hann skrifað BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um Rand og stjórnmálaheimspeki hennar. Frosti komst fyrst í kynni við verk Rand í stjórnmálafræðinámi sínu. "Það var af persónulegum áhuga sem ég fór að grufla í verkum hennar," segir hann. "Ég er trúleysingi og fékk áhuga á þeim þætti í fræðum hennar og heillaðist af áherslunni sem hún leggur á frelsi og ekki síður ábyrgð einstaklingsins; að hann geti ekki sett örlög sín í hendur einhvers almættis eða yfirvalda heldur verður að axla ábyrgð á þeim sjálfur. Í framhaldinu fór ég að kynna mér verk hennar betur og það var afar fátt sem mér hugnaðist ekki, hún talaði mjög sterkt til mín." Hugmyndafræði og heimspekikenningar Rand hafa verið mikið gagnrýndar í gegnum tíðina og sumir vilja meina að með hruni fjármálakerfisins 2008 hafi hugmyndir hennar og frjálshyggjunnar hreinlega gengið sér til húðar. Því er Frosti ósammála og telur hann boðskap Rand eiga brýnt erindi nú. "Ef hér hefði ríkt frjálshyggja í anda Ayn Rand hefðu bankar þurft að bera ábyrgð á aðgerðum sínum og þar af leiðandi ekki farið jafn óvarlega og þeir gerðu. Að skattgreiðendur og seðlabankar hafi þurft að axla tjónið á tapi einkabanka er í hrópandi ósamræmi við hugmyndafræði Rand og hún hefði aldrei fallist á það. Að þessu leyti held ég að boðskapur hennar eigi brýnt erindi." Ayn Rand fæddist í Rússlandi 1905 en fluttist til Bandaríkjanna 1926 og gerðist farsæll handritahöfundur í Hollywood, þar til hún sló í gegn með skáldsögunni Uppsprettunni árið 1943. Hornsteinninn í verkum Rand er heimspekikerfi hennar, hluthyggjan, sem gengur út á að einstaklingurinn sé mikilvægasta grunneining samfélagsins og æðsta skylda hans sé að vinna að rökréttum hagsmunum sínum. Leiðin að þessum markmiðum væri í gegnum frjálsan markaðsbúskap með lágmarksríkisafskiptum. Rand var stækur andstæðingur heildarhyggju, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, og taldi það ávísun á sníkjulífi. Hugmyndafræði Rand og verk hennar voru umdeild en hún hefur átt upp á pallborðið hjá frjálshyggjumönnum sem hafa tekið skáldskap hennar opnum örmum og bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka.
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira