Viðskipti erlent

Salan hjá Panasonic hrynur - Um 1.200 milljarða tap

Japanski raftækjaframleiðandinn Panasonic glímir nú við mikinn rekstrarvanda, en sala á vörum fyrirtækisins hefur hrunið undanfarin misseri og er gera spár fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu til kauphallar, ráð fyrir um 9,6 milljarða dala tapi á þessu ári, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna.

Breska ríkisútvarpið BBC segir í frétt, sem byggir á tilkynningu Panasonic til kauphallarinnar í Japan, að kostnaður við endurskipulagningu á rekstri Panasonic hafi reynst miklu meiri en reiknað hafi með, eða ellefu sinnum meiri, og það bitni harkalega á rekstrinum.

Minnkandi sala á ýmsum vörum fyrirtækisins, þar á meðal sjónvörpum, hefur komið harkalega niður á rekstrinum, að því er segir í frétt BBC.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×